Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jeremy Corbyn gagnrýnir Ratcliffe: „Hagnaðist á mengun“

Leið­togi breska Verka­manna­flokks­ins seg­ist munu kljást við James Ratclif­fe, auð­kýf­ing og land­eig­anda á Norð­aust­ur­landi, nái flokk­ur hans völd­um eft­ir kosn­ing­ar.

Jeremy Corbyn gagnrýnir Ratcliffe: „Hagnaðist á mengun“
James Ratcliffe og Jeremy Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins hyggst ráðast gegn auðkýfingum nái hann kjöri.

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, segist munu ráðast gegn auðmönnum sem hagnast á spilltu kerfi nái flokkur hans völdum. Nefndi hann sérstaklega breska auðkýfinginn James Ratcliffe, sem keypt hefur í jörðum á Norðausturlandi sem þekja um 1000 ferkílómetra, eða nær 1 prósent alls lands á Íslandi.

Corbyn sagði Ratcliffe vera ríkasta mann Bretlands sem hafi „grætt sitt fé með því að menga umhverfið“. Ratcliffe stýrir efnaframleiðslurisanum Ineos, sem í auknum mæli sinnir olíuvinnslu og skipaflutningum.

Nefndi Corbyn einnig auðmenn eins og fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch og Mike Ashley, fasteignamógúl og eiganda knattspyrnuliðsins Newcastle United. „Þessar kosningar eru einstakt tækifæri til að breyta landinu okkar, takast á við hagsmunaöflin sem halda fólki aftur og tryggja að ekkert samfélag sitji eftir,“ sagði Corbyn í ræðu í dag og bætti því við að elítan vilji ekki borga skatta. „Svo þeir munu berjast harðar en nokkurn tímann áður. Þeir munu gera allt til að stoppa okkur því þeir vita að við erum ekki hrædd við að takast á við þá.“

Ratcliffe er einn ríkasti maður Bretlands og hefur hann ásamt viðskiptafélögum sínum keypt tugi jarða undanfarin ár í Vopnafirði og Þistilfirði, sem flestar eru við laxveiðiár. Samstarfsmenn Ratcliffe hjá efnarisanum Ineos, þeir William Bain Reid og Jonathan Frank Ginns, hafa haft milligöngu um mörg viðskiptanna. Jóhannes Kristinsson, áður kenndur við Fons og Iceland Express, hefur einnig verið aðsópsmikill á svæðinu og tengjast félög hans og Ratcliffes að hluta í gegnum Veiðiklúbbinn Streng og framkvæmdastjóra hans, Gísla Ásgeirsson.

Ratcliffe hefur í krafti auðs síns og valda getað þrýst á stjórnvöld um fyrirgreiðslu og brotið á bak aftur stéttarfélög starfsmanna sinna með hótunum. Skjöl úr fjármálaráðuneyti Bretlands sýna að árið 2013 þrýsti Ratcliffe á Georg Osborne fjármálaráðherra að lækka skatta á fyrirtæki og háar tekjur, auk þess að draga úr réttindum verkafólks. Á fundi þeirra kom fram að þegar Ratcliffe flutti fyrirtæki sitt til Sviss sparaði félagið hálfan milljarð punda á fimm árum í skattgreiðslur. Þá þrýsti hann á aukið vökvabrot (e. fracking) til framleiðslu náttúrugass og óskaði eftir því að verkfallsréttur starfsmanna yrði afnuminn, beint eða óbeint, vegna deilna um lífeyrisgreiðslur. Slíkt vökvabrot hefur sætt mikilli gagnrýni umhverfisverndarsinna.

Ári síðar keypti Ineos réttindi til að stunda vökvabrot í setlögum skammt frá Edinborg í Skotlandi. Fyrirtækið hefur verið virkt á svæðinu frá kaupunum á Grangemouth árið 2005. Ineos hótaði að loka olíuvinnslustöðinni árið 2013 vegna deilna um lífeyri starfsmanna, sem gengu loks að kjörum Ratcliffe af ótta við yfirvofandi atvinnuleysi. Í ævisögu sinni, The Alchemists, hreykir hann sér af því að verkalýðsfélagið á svæðinu hafi nú hægar um sig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár