
Mér var sett þessi bók fyrir í enskutíma einhvern tímann og eftir lesturinn var ég í raun önnur manneskja. Það var eins og einhverri hulu hefði verið svipt frá augunum (og heilanum) og ég var kominn með aðra sýn á orðanotkun stjórnmálanna. Enginn gerir mistök; mistökin „eiga sér stað“, án þess að það sé neinum að kenna. Og alltaf þurfa stjórnmálamenn með lítið fram að færa að búa til óvin – til dæmis þriðja orkupakkann.
Athugasemdir