Við vorum að fá okkur langþráðan hund, reyndar í þessu tilviki hvolp. Ég var alveg á móti þessu. Ég veit alveg hvernig við erum, við erum ekki skipulögð, við erum ekki útivistarfólk, við erum ekki efni í góða gæludýraeigendur. Það hefur gengið á ýmsu þegar gæludýr hafa komið inn á heimilið. Það hefur alltaf verið mjög vel hugsað um þau en eitthvað gerst.
Núna, eftir margra ára suð, grátbænir og loforð um einhverja hegðun sem ég hef aldrei séð, þá fengum við okkur hvolp. Hún er bara tíu vikna tík úr sveit, agalega sæt og allt það, en ég og maðurinn minn fórum að átta okkur á því að nú væri allt að fara að breytast og vorum komin í kvíðakast eiginlega löngu áður en hvolpurinn kom inn á heimilið. Við frestuðum því að sækja hann.
Síðan býr hún með okkur núna, þessi nýi veruleiki er runninn upp og það …
Athugasemdir