Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
Sagði Hafnarfjarðarmál ekki til rannsóknar **Hulda Elsa Björgvinsdóttir**, sviðstjóri ákærusviðs lögreglu, fullyrti í viðtali við RÚV þann 2. maí 2018, eftir umfjöllun Stundarinnar um afskipti Braga Guðbrandssonar af Hafnarfjarðarmálinu, að meint brot væru ekki til rannsóknar. Málið var hins vegar formlega til rannsóknar á þeim tíma og hefur nú lögregla viðurkennt mistök við skráningu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði „mjög bagaleg mistök“ þegar embættið afgreiddi kæru frá barnaverndarnefnd vegna Hafnarfjarðarmálsins svokallaða í desember 2016 án þess að framkvæma rannsókn á hugsanlegum kynferðisbrotum gegn barni og skráði ranglega í málaskrárkerfi sitt að málinu hefði verið „vísað frá“. 

Þetta hafa lögreglan og ríkissaksóknari viðurkennt skriflega samkvæmt upplýsingum Stundarinnar eftir að niðurfelling málsins var kærð. Lögreglan segir að um „mistök“ hafi verið að ræða; ætlunin hafi aldrei verið að vísa málinu frá og engin ákvörðun um slíkt verið tekin. Samkvæmt skilningi ríkissaksóknara var því Hafnarfjarðarmálið formlega til lögreglurannsóknar þegar Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu og núverandi fulltrúi Íslands í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, beitti sér fyrir því í samtali við barnaverndarstarfsmann að stúlkurnar í Hafnarfjarðarmálinu svokallaða yrðu látnar umgangast föður sinn samkvæmt þeim skráðu samtímagögnum sem til eru um málið. 

Að sama skapi var málið formlega opið hjá lögreglu þegar Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglu, fullyrti í viðtali við RÚV þann 2. maí 2018, eftir umfjöllun Stundarinnar um afskipti Braga af umræddu barnaverndarmáli, að meint brot væru ekki til rannsóknar. Stundin leitaði skýringa á ummælum Huldu á sínum tíma og spurði hvenær málinu hefði verið vísað frá og hvenær málsaðilum hefði verið tilkynnt um það. Hulda Elsa sagðist þá ekki ætla að veita slíkar upplýsingar. 

Hafði efasemdir um trúverðugleika upplýsinganna

Samkvæmt gögnum sem nú liggja fyrir ætlaðist lögreglustjóri til þess að barnaverndaryfirvöld létu fara fram könnunarviðtal af barninu eins og barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafði óskað eftir í desemberbyrjun 2016.

Stundin hefur áður greint frá tvennum mistökum sem urðu á þessu stigi málsins hjá Barnaverndarstofu og Barnahúsi. Annars vegar bilaði tölvupóstkerfi stofnananna og hins vegar gleymdist að sækja tilvísunarbréf frá barnaverndarnefndinni í pósthólf stofnunarinnar. Nú er ljóst að lögregla gerði einnig þau mistök í desember 2016 að „vísa frá“ málinu án þess að greina málsaðilum frá því. 

Eftir að tilvísunarbréfið kom í leitirnar boðaði Bragi Guðbrandsson til fundar um málefni barnsins sem fram fór þann 20. janúar 2017. Þar tók Bragi einarða afstöðu gegn því að stúlkan færi í viðtal í Barnahúsi, enda hefði hún þegar farið í könnunarviðtal og skýrslutökur fyrir dómi um tveimur árum áður. Þá lýsti hann efasemdum um trúverðugleika þeirra upplýsinga sem borist höfðu um meint kynferðisbrot. Niðurstaða fundarins varð sú að barnið færi ekki í Barnahús. 

Óvenjuleg afskipti höfðu áhrif á framgang lögreglurannsóknar

Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, sagði í samtali við Stundina sumarið 2018 að það væri mjög óalgengt að forstjóri Barnaverndarstofu hefði afskipti af því hvort tiltekin börn færu í Barnahús eða boði til fundar um slík mál. Fyrrverandi starfsmaður Barnahúss tók í sama streng og sagði slíkt ekki hafa tíðkast í sinni starfstíð. 

Í þessu tilviki höfðu afskipti Braga og ákvörðunin sem tekin var á fundinum bein áhrif á framgang lögreglurannsóknar málsins. „Lögregla beið eftir gögnum frá barnavernd sem aldrei komu,“ segir í bréfi sem lögregla sendi ríkissaksóknara fyrr á þessu ári samkvæmt heimildum Stundarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár