Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hrafn Gunnlaugsson um fötlun Íslendinga: „Þeir halda að þeir séu svo hæfileikaríkir“

Hrafn Gunn­laugs­son kvik­mynda­leik­stjóri er í við­tali í sænsku tímarti þar sem hann gagn­rýn­ir Ís­lend­inga í létt­um dúr fyr­ir hé­góm­leika og neysluæði.

Hrafn Gunnlaugsson um fötlun Íslendinga:  „Þeir halda að þeir séu svo hæfileikaríkir“
Íslendingar hafa ekkert lært Hrafn Gunnlaugsson segir að Íslendingar hafi ekkert lært af efnahagshruninu og séu ennþá neyslusjúkir. Mynd: Tor Johnsson

„Allir Íslendingar þjást af þessu sama, þeir halda að þeir séu svo hæfileikaríkir. Þetta er fötlun okkar sem þjóðar. Þegar þú býrð í einangrun á hjara veraldar og horfir öllum stundum í spegil þá byrjar þú á endanum að dást að sjálfum þér, svona eins og Narkissos.. [...] Að við erum ekki heimsmeistarar í fótbolta, við skiljum það ekki,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri í viðtali við sænska vikutímaritið Fokus sem nýlega kom út.  Með tilvísuninni í Narkissos á Hrafn við samnefnda persónu úr grísku goðsögunum sem varð ástfanginn af sinni eigin spegilmynd þegar hann sá hana í tjörn einni.

Í viðtalinu lætur Hrafn vaða á súðum, eins og hann hefur svo oft áður gert í gegnum tíðina, og lætur Íslendinga heyra það, sannarlega í léttum dúr, fyrir heimóttarskap og hégómleika. Eitt af því sem blaðamaðurinn sænski staldrar við er að Hrafn sé ennþá svona tilkippilegur til að reyna að hneyksla Íslendinga líkt og hann gerði á árum áður með kvikmyndum sínum. 

Þungur hnífurOrðaskiptin um þunga hnífinn í Hrafninn flýgur eru örugglega með þekktari senum úr íslenskum kvikmyndum.

Hrafn er nokkuð vel þekktur í Svíþjóð vegna kvikmyndarinnar Hrafninn flýgur sem lengi var sýnd í sænskum skólum til að kynna nemendur fyrir víkingatímanum á Norðurlöndunum. Má ugglaust segja að hlutfallslega fleiri Svíar en Íslendingar viti hvaðan frasinn „Þungur hnífur“, eða „Tungur knivur“ þegar línan er sænskuð, er kominn enda er Hrafninn flýgur, eða Korpen flyger á sænsku, oft ein fyrsta tilvísunin í Ísland sem Svíar sem nálgast miðjan aldur gera þegar þeir hitta Íslendinga. 

Hrafn er auk þess menntaður í kvikmyndagerð í Svíþjóð og vingaðist við sjálfan Ingmar Bergman, kvikmyndaleikstjórann sem er eins konar þjóðhetja í heimalandi sínu. Um samband þeirra Bergmans segir Hrafn í viðtalinu að það hafi verið einhver taug á milli þeirra þar sem þeir hafi líkast til verið álíka galnir. 

„Fokkmerki stjórnleysingja í smettið á kerfinu.“  

Hús með þrettán hurðum

Tilefni viðtalsins var meðal annars 35 ára afmæli Hrafninn  flýgur, þessarar þekktustu myndar Íslendings á sænskri grundu.

Þegar blaðamann Fokus bar að garði að heimili Hrafns í Laugarnesinu, sem blaðamaðurinn lýsir sem ótrúlegum heimi út af fyrir sig, var Hrafn í baði. „Ég ligg í baðkarinu með konunni minni og börnunum en komdu í bæinn í gegnum stærstu dyrnar á húsinu.“ 

Vandamálið er hins vegar að það eru 13 hurðir  á húsinu og blaðamaðurinn, Kristoffer Törnmalm, finnur ekki réttu dyrnar og spyr sig að því hvernig maður komist inn í slíkt hús eiginlega: „Hvernig fer maður inn í hús sem í raun er frjálst vaxandi listaverk? Safnhaugur af járnarusli og rekaviði sem sérvitringur hefur sankað að sér. Fokkmerki stjórnleysingja í smettið á kerfinu.“  

Törnmalm hverfur frá og snýr aftur til baka einum klukkutíma síðar og er Hrafn þá staðinn upp úr baðinu og opnar eina af dyrunum að húsinu. 

„ Og hvað gerir maður til að reyna að hafa gaman?“

Hið nýríka sjálf Íslendinga

Í viðtalinu er Hrafni tíðrætt um sjálfsmynd Íslendinga eftir hrunið og neysluvenjur þjóðarinnar og segir hann meðal annars að lífið á Íslandi sé svo fábreytilegt að fólk fylli gjarnan upp í tómið með því að kaupa sér hluti. Að mati Hrafns hafa Íslendingar ekkert breyst eftir efnahagshrunið 2008. „Þeir eru alveg jafn barnalegir í dag og þá. Þetta hefur ekki breyst mikið. Ég held að við sem komum frá eyjum og höfum ekki landfræðileg tengsl við önnur lönd getum aldrei lært að lifa á annan hátt en þann sem við lærum í æsku. Þess vegna eru Íslendingar svo barnalegir, ekki endilega á neikvæðan hátt, og þeir verða svo stóreygir þegar þeir sjá eitthvað nýtt. „Vá, hvað þú átt fínan bíl.“ En þetta hefur líka sinna sjarma,“ segir Hrafn í viðtalinu. 

Blaðamaðurinn lýsir tilfinningu sinni fyrir Íslendingum þegar hann kom fyrst til Íslands -  fyrir efnahagshrunið árið 2008 - þegar veruleikinn á Íslandi var allt annar í kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar: „Dýrir bílar, hús í útlöndum, dýr merkjavara - ekkert virtist vera nóg til að seðja neyslu- og kaupþorsta Íslendinga,“ segir blaðamaðurinn. 

Hrafn tengir við þessa lýsingu blaðamannsins og segir hann að Íslendingurinn minni að mörgu leyti á Pólverjana sem hann kynntist í Svíþjóð þegar hann var þar við nám á áttunda áratugnum. „Ég kynnist nokkrum Pólverjum. Þeir keyptu alla þá hluti sem þeir mögulega gátu: bíla, föt. Fyrir þá veittu þessir hlutir þeim slíka gleði eftir að hafa lifað við mikla fátækt. Að sama skapi voru Íslendingar bændasamfélag fram að seinna stríði, það var fyrst þar á eftir sem Ísland varð að nútímasamfélagi. Og þú getur rétt ímyndað þér hvort manneskjur sem hafa alist upp við slíka fátækt verði ekki hugfagnar af hlutum. Svo er líka svo leiðinlegt á Íslandi. Það er dimmt, kalt og einangrun er mikil. Og hvað gerir maður til að reyna að hafa gaman? Maður kaupir hluti! Snjósleða, bát og svo framvegis. Það er draumur hins fátæka manns að vera ríkur.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár