Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samkeppniseftirlitið varar við nýju frumvarpi: „Veruleg veiking á samkeppnislögum“

Frum­varps­drög munu hygla stór­um fyr­ir­tækj­um á kostn­að neyt­enda og smærri að­ila, að mati Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Stofn­un­in leggst gegn sam­þykkt frum­varps­ins og seg­ir það á skjön við aðr­ar að­gerð­ir til að draga úr sam­keppn­is­hindr­un­um.

Samkeppniseftirlitið varar við nýju frumvarpi: „Veruleg veiking á samkeppnislögum“
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins Stofnunin telur frumvarpið á skjön við aðrar aðgerðir stjórnvalda. Mynd: Samkeppniseftirlitið

Samkeppniseftirlitið telur ný frumvarpsdrög til breytinga á samkeppniseftirliti valda miklum vonbrigðum þar sem í þeim sé lögð til veruleg veiking á samkeppnislögum sem rýra munu kjör almennings. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur boðað frumvarpið til þess að einfalda regluverk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni í dag. Samkeppniseftirlitið mun mæla eindregið gegn því að frumvarpið verði að lögum. „Það er alvarlegt að með frumvarpinu er lagt til að felld verði niður heimild Samkeppniseftirlitsins til málskots til dómstóla til að verja hagsmuni almennings og fyrirtækja sem mátt hafa þolað skaðlegar samkeppnishindranir,“ segir í tilkynningunni. „Þannig verður Samkeppniseftirlitinu gert ókleift að tryggja að hagsmunir þessara aðila fái fullnaðarúrlausn fyrir dómstólum.“

Einfalda regluverkiðKristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í hyggju að einfalda regluverk með því að afnema yfir eitt þúsund reglugerðir.

Þá segir Samkeppniseftirlitið að frumvarpið muni styrkja stór fyrirtæki á kostnað smærri aðila. „Stór fyrirtæki sem eru ósátt við úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála geta borið þá undir héraðsdóm, Landsrétt og eftir atvikum Hæstarétt. Verði frumvarpið að lögum mun hins vegar engin gæslumaður almannahagsmuna geta borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Verður þá skapað kerfi þar sem hagsmunagæsla öflugra fyrirtækja nýtur að þessu leyti forgangs og yfirburða gagnvart hagsmunum neytenda og smærri fyrirtækja.“

„Verður þá skapað kerfi þar sem hagsmunagæsla öflugra fyrirtækja nýtur að þessu leyti forgangs“

Þá telur stofnunin mikið áhyggjuefni að lagt sé til að lögð verði niður heimild Samkeppniseftirlitsins til að grípa til íhlutunar vegna tiltekinna skaðlegra samkeppnisaðstæðna. Sú heimild geri eftirlitinu kleift að koma í veg fyrir að fyrirtæki sitji óáreitt að einokunarhagnaði almenningi til tjóns.

„Þá er líka ljóst að frumvarpið er í beinu ósamræmi við aðgerðir á vettvangi ráðuneytisins, í samstarfi við OECD, sem miðar að því að draga úr samkeppnishindrunum, þar á meðal reglubyrði, sem stafar af lögum og reglum,“ segir að lokum. „Sú vinna miðar að því að efla samkeppni, almenningi til hagsbóta, á meðan tillögur í frumvarpinu hafa í veigamiklum atriðum þveröfug áhrif, það er veikja samkeppnislögin og draga úr möguleikum Samkeppniseftirlitsins til að stuðla að aukinni samkeppni.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, stendur að frumvarpinu. Lagðar eru til breytingar á framkvæmd undanþága frá samkeppnislögum þess efnis að fyrirtæki meti sjálf hvort skilyrði undanþága séu uppfyllt í samræmi við framkvæmd annars staðar á EES-svæðinu. Lagt er til að heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án brots og til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði felldar brott, lagt er til að forstjóri stofnunarinnar verði skipaður tímabundið til 5 ára í senn og að aðeins verði heimilt að skipa sama manninn tvisvar í embætti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár