Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

Ákæra var gef­in út á hend­ur manni sem er gef­ið að sök að hafa brot­ið kyn­ferð­is­lega á sex­tán ára stúlku á Vogi. Móð­ir stúlk­unn­ar seg­ir að mál­ið hafi ver­ið áfall fyr­ir fjöl­skyld­una og orð­ið þess vald­andi að hún glat­aði ör­ygg­is­til­finn­ing­unni gagn­vart Vogi. Þrátt fyr­ir það hafi hún ekki átt annarra kosta völ en að senda dótt­ur sína aft­ur þang­að í afeitrun.

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

Ákæra var gefin út á hendur karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára gamalli stelpu, þar sem þau voru í afeitrun á sjúkrahúsinu Vogi í febrúar 2018. Móðir stúlkunnar segir að málið hafi verið áfall fyrir fjölskylduna. 

Taldi dóttur sína örugga

„Það er erfitt að setja þessa tilfinningu í orð, en dóttir mín átti að vera örugg þarna. Ég hélt að hún væri komin á öruggan stað, en svo gerðist þetta.“

Manninum er gefið að sök að hafa notfært sér aldurs- og aflsmun til þess að tæla stúlkuna í tvígang til þess að hafa við sig munnmök á salerni, gegn ávanabindandi lyfjum. Brotin áttu sér stað á föstudag og laugardag. 

Móðir stúlkunnar segir að þegar upp komst um málið hafi starfsfólkið á Vogi brugðist hárrétt við. Hratt og vel hafi verið tekið á málum. Gerandanum var vísað af staðnum, lögreglan kölluð til og Barnahúsi tilkynnt um atburðina. „Sú vinna fór vel fram.“

Sárnaði ummælin

Það var ekki fyrr en Valgerður mætti síðan í viðtal í Kastljósinu sem konunni varð brugðið. Þar sagði Valgerður að allt væri gert til að tryggja öryggi sjúklinga, á unglingadeildinni væri sérstök vakt allan sólarhringinn og aðgengi að starfsfólkinu væri gott. „Það á enginn að verða fyrir einhverju sem hann vill ekki eða er óánægður með, af því að hann getur alltaf forðast það,“ sagði Valgerður.

Móðir stúlkunnar segir að þessi orð hafi verið særandi. „Mér fannst eins og það væri verið að setja sökina yfir á þolandann sem var sextán ára gömul, ofsalega brotin stelpa.“ Hún hafi því gert athugasemd við þennan málflutning og fengið afsökunarbeiðni. 

Í kjölfarið sendi SÁÁ frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ekki væri hægt að tryggja öryggi barna á Vogi og því yrði hætt að taka á móti þeim. Það hefur ekki gengið eftir, enn er tekið á móti börnum á unglingadeild á Vogi. 

Eftir stendur að úrræðaleysið sé algjört í málefnum ungra fíkla en frá því að þetta gerðist hefur dóttir hennar þurft að leita aftur inn á Vog, því engin önnur meðferðarúrræði hafa verið til staðar. 

Baráttan við kerfið

Þetta gerðist í febrúar. Í maí sama ár hafi staðið til að senda stúlkuna aftur inn á Vog, en móðir hennar hafnaði því og leitaði allra leiða til að koma í veg fyrir það. „Þetta var þremur mánuðum eftir að þetta kom upp inni á Vogi, en eina leiðin sem við sáum í stöðunni var að senda hana aftur inn á Vog. Þá var botninum náð.“

Konan hafði samband við ráðuneytið og greindi þar frá aðstæðum sínum og fékk loks aðstoð við að koma barninu í annað úrræði.

Hún segir að þessi eilífa barátta við kerfið reyni verulega á aðstandendur. 

Missti öryggistilfinninguna

Þegar dóttir hennar missir tökin á neyslunni sé ekki um annað að ræða en að senda hana aftur inn á Vog. „Það er það eina sem hefur gripið okkur, sem er svo sorglegt.“ 

Hún á erfiðara með að treysta sjúkrahúsinu fyrir dóttur sinni eftir að það var brotið á henni þar.  „Eftir að þetta gerðist líður mér alltaf illa þegar hún fer inn á Vog. Ég fæ aldrei þessa öryggistilfinningu sem ég hafði áður, þegar ég treysti því að þar væri hún í vernduðu umhverfi, þar sem ekkert ætti að geta komið fyrir hana.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár