Engar sérstakar reglur eða ferlar eru í gildi hjá Barnavernd Reykjavíkur ef foreldri er kært eða dæmt fyrir barnaníð. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Stundarinnar um hvernig þessum málum er háttað. Stundin hefur fjallað um mál dæmds barnaníðings sem fer þrátt fyrir dóm sinn enn með forsjá ólögráða barns.
Maðurinn var í síðustu viku dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn öðru barni sínu, sem nú er fullorðið, þegar það var á aldrinum 4–11 ára. Samkvæmt heimildum Stundarinnar býr ólögráða barnið enn á heimili mannsins.
Málið sem um ræðir fellur undir Barnavernd Reykjavíkur. Í svari við fyrirspurn Stundarinnar um þetta tiltekna mál greindi stofnunin frá því að henni væri ekki mögulegt að tjá sig um einstök mál.
Brotalöm að finna í lagaumhverfinu
Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, viðurkennir fúslega að ákveðna brotalöm sé að finna …
Athugasemdir