Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Sam­herja hef­ur fært nið­ur lán­veit­ingu til dótt­ur­fé­lags síns sem svo lán­aði Ey­þóri Arn­alds borg­ar­full­trúa fyr­ir hluta­bréf­um í Morg­un­blað­inu. Fé­lag Ey­þórs fékk 225 millj­óna kúlúlán fyr­ir hluta­bréf­un­um og stend­ur það svo illa að end­ur­skoð­andi þess kem­ur með ábend­ingu um rekstr­ar­hæfi þess.

Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
Svarar engu Eyþór Arnalds borgarfulltrúi telur sig ekki þurfa að svörum spurningum um hvernig hann fjármagnar hlutabréfakaup sín í stærsta og elsta dagblaði Íslands, Morgunblaðinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Útgerðarfélagið Samherji hefur afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs Arnalds, fjárfestis og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Út frá ársreikningum þeirra félaga sem eiga í hlut í viðskiptunum er ljóst að Eyþór Arnalds, eða eignarhaldsfélag hans, munu aldrei borga Samherja þá fjármuni sem ársreikningar félags hans sýna að hann hafi skuldbundið sig til að greiða fyrir hlutabréfin í Morgunblaðinu. 

Þetta kemur fram í ársreikningum eignarhaldsfélags Eyþórs, Ramses II ehf., sem og ársreikningnum Samherjafélaganna, Kaldbaki ehf. og Kattarnefi ehf.

Viðskiptin líta, með öðrum orðum, út fyrir að hafa verið sýndarviðskipti þar sem Samherji vildi losna við hlutabréf í Morgunblaðinu og eignarhaldsfélag Eyþórs tók við þessum hlutabréfum án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. Viðskiptin hafa frá upphafi virkað glórulítil út frá viðskiptalegu sjónarmiði þar sem uppsafnað tap Morgunblaðsins síðastliðin áratug, frá uppkaupum nokkurra stæstu útgerðarfélaga landsins á því, nemur um 2 milljörðum króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eyþór Arnalds og Moggabréfin

Lánið frá Samherja sem sýndi „eitraða þræði“ stórútgerðar og stjórnmála
GreiningEyþór Arnalds og Moggabréfin

Lán­ið frá Sam­herja sem sýndi „eitr­aða þræði“ stór­út­gerð­ar og stjórn­mála

Eft­ir fjöl­miðlaum­ræðu og spurn­ing­ar í nærri fimm ár hef­ur eign­ar­halds­fé­lag Ey­þórs Arn­alds loks­ins af­skrif­að að fullu selj­andalán sem fyr­ir­tæk­ið fékk frá Sam­herja­fé­lagi til að kaupa hluta­bréf út­gerð­ar­inn­ar í Morg­un­blað­inu. Ey­þór þrætti alltaf fyr­ir það á með­an hann var borg­ar­full­trúi að við­skipt­in með hluta­bréf­in væru sýnd­ar­við­skipti.
Viðskipti Eyþórs og Samherja: Gögn benda til að kaupverðið hafi verið ekkert
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Við­skipti Ey­þórs og Sam­herja: Gögn benda til að kaup­verð­ið hafi ver­ið ekk­ert

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill ekki svara því hvernig hann gerði upp nærri 390 millj­óna króna við­skipti með kröf­ur á hend­ur fé­lagi hans sem Sam­herji átti. Sam­herji af­skrif­aði lán­ið til fé­lags Ey­þórs ár­ið 2019. Ey­þór sagði við Stund­ina ár­ið 2018 að við­skipti hans og Sam­herja værui mögu­leg vegna sterk­ar eig­in­fjár­stöðu eign­ar­halds­fé­lags í hans eigu.
Eyþór eignaðist hluti Þorsteins Más í orkufyrirtæki samhliða Moggaviðskiptunum
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Ey­þór eign­að­ist hluti Þor­steins Más í orku­fyr­ir­tæki sam­hliða Mogga­við­skipt­un­um

Ey­þór Arn­alds, fjár­fest­ir og borg­ar­full­trúi, eign­að­ist helm­ing hluta­bréfa sem áð­ur voru í eigu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar um svip­að leyti og hann tók við hluta­bréf­um Sam­herja í Mogg­an­um með selj­endaláni frá út­gerð­inni. Ey­þór hef­ur aldei feng­ist til að svara spurn­ing­um um þessi við­skipti.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár