Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna

ASÍ og BSRB leggj­ast gegn frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar um lækk­un erfða­fjárskatts. Fé­lög­in segja að skatt­ur­inn sporni gegn ójöfn­uði og fjár­magni mik­il­væg verk­efni rík­is­ins.

Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna
Henný Hinz og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Hagfræðingar ASÍ og BSRB segja þá leið sem stjórnvöld hyggjast fara við lækkun erfðafjárskatts illa rökstudda.

Verkalýðsfélög leggjast gegn lækkun erfðafjárskatts þar sem hún muni leiða til niðurskurðar í opinberri þjónustu. ASÍ og BSRB segja engin rök fyrir lækkun skattsins með þeim hætti sem stjórnvöld áætla að gera.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti frumvarp um lækkun erfðafjárskatts á samráðsgátt stjórnvalda á miðvikudag. Skatturinn lækkar um helming á upphæðir undir 75 milljónum króna og verður ríkissjóður af tveimur milljörðum vegna þessa á næsta ári verði frumvarpið að lögum.

„ASÍ telur erfðafjárskatt skilvirka og réttláta leið til tekjuöflunar sem vinnur gegn ójöfnuði og óæskilegri samþjöppun auðs milli kynslóða,“ segir í umsögn sambandsins, sem Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, skrifar undir. „ASÍ telur engin rök mæla með lækkun erfðafjárskatts líkt og áformað frumvarp gerir ráð fyrir. Þá áréttar ASÍ afstöðu sína um að þegar hafi verið of hart gengið fram í að rýra tekjustofna ríkisins og rekstur ríkissjóðs er samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga í járnum á komandi ári. Frekari lækkun á tekjum, líkt og hér er lögð til, mun því að óbreyttu kalla á enn frekara aðhald og niðurskurð í opinberri þjónustu.“

Í umsögn BSRB er svipuð afstaða tekin og bent á að sú upphæð sem ríkissjóður verður af vegna skattalækkunarinnar samsvari árlegum beinum framlögum ríkisins til Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. „Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni kemur fram að miðgildi heildarverðmætis dánarbúa árið 2017 var 14,5 mkr. og miðgildi arfsfjárhæðar erfingja var 3,5 mkr. sama ár,“ segir í umsögninni sem Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, skrifar undir. „Þrepamörk við 75 mkr. eru því verulega há en ekki liggur fyrir rökstuðningur á því viðmiði. BSRB varar við frekari veikingu skattstofna ríkissjóðs og þar með lækkun á hlutfalli erfðafjárskatts. Standi vilji til að lækka skatthlutfall erfðafjárskatts væri nær að skoða einhverja hækkun á skattfrjálsa hluta skattstofnsins.“

Í frumvarpinu er lagt til að erfðafjárskattur verði þrepaskiptur þannig að hann nemi 5 prósentum af fjárhæð allt að 75 milljónum króna, en 10 prósentum af því sem er umfram þá upphæð. Skatturinn er nú 10 prósent óháð fjárhæð. Þá er einnig lagt til að fjárhæðarmörk skattþrepanna taki árlegum breytingum miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Fyrirframgreiddur arfur verður skattlagður á hærra skattþrepinu, það er 10 prósent.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að tekjur af erfðafjárskatti verði 5,2 milljarðar króna. Verði þrepaskiptingunni komið á með lögum munu tekjurnar lækka um 2 milljarða og verða 3,2 milljarðar. Tekið er fram að ráðstöfunartekjur þeirra sem fá arfi úthlutað muni hækka á móti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár