Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna

ASÍ og BSRB leggj­ast gegn frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar um lækk­un erfða­fjárskatts. Fé­lög­in segja að skatt­ur­inn sporni gegn ójöfn­uði og fjár­magni mik­il­væg verk­efni rík­is­ins.

Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna
Henný Hinz og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Hagfræðingar ASÍ og BSRB segja þá leið sem stjórnvöld hyggjast fara við lækkun erfðafjárskatts illa rökstudda.

Verkalýðsfélög leggjast gegn lækkun erfðafjárskatts þar sem hún muni leiða til niðurskurðar í opinberri þjónustu. ASÍ og BSRB segja engin rök fyrir lækkun skattsins með þeim hætti sem stjórnvöld áætla að gera.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti frumvarp um lækkun erfðafjárskatts á samráðsgátt stjórnvalda á miðvikudag. Skatturinn lækkar um helming á upphæðir undir 75 milljónum króna og verður ríkissjóður af tveimur milljörðum vegna þessa á næsta ári verði frumvarpið að lögum.

„ASÍ telur erfðafjárskatt skilvirka og réttláta leið til tekjuöflunar sem vinnur gegn ójöfnuði og óæskilegri samþjöppun auðs milli kynslóða,“ segir í umsögn sambandsins, sem Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, skrifar undir. „ASÍ telur engin rök mæla með lækkun erfðafjárskatts líkt og áformað frumvarp gerir ráð fyrir. Þá áréttar ASÍ afstöðu sína um að þegar hafi verið of hart gengið fram í að rýra tekjustofna ríkisins og rekstur ríkissjóðs er samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga í járnum á komandi ári. Frekari lækkun á tekjum, líkt og hér er lögð til, mun því að óbreyttu kalla á enn frekara aðhald og niðurskurð í opinberri þjónustu.“

Í umsögn BSRB er svipuð afstaða tekin og bent á að sú upphæð sem ríkissjóður verður af vegna skattalækkunarinnar samsvari árlegum beinum framlögum ríkisins til Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. „Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni kemur fram að miðgildi heildarverðmætis dánarbúa árið 2017 var 14,5 mkr. og miðgildi arfsfjárhæðar erfingja var 3,5 mkr. sama ár,“ segir í umsögninni sem Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, skrifar undir. „Þrepamörk við 75 mkr. eru því verulega há en ekki liggur fyrir rökstuðningur á því viðmiði. BSRB varar við frekari veikingu skattstofna ríkissjóðs og þar með lækkun á hlutfalli erfðafjárskatts. Standi vilji til að lækka skatthlutfall erfðafjárskatts væri nær að skoða einhverja hækkun á skattfrjálsa hluta skattstofnsins.“

Í frumvarpinu er lagt til að erfðafjárskattur verði þrepaskiptur þannig að hann nemi 5 prósentum af fjárhæð allt að 75 milljónum króna, en 10 prósentum af því sem er umfram þá upphæð. Skatturinn er nú 10 prósent óháð fjárhæð. Þá er einnig lagt til að fjárhæðarmörk skattþrepanna taki árlegum breytingum miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Fyrirframgreiddur arfur verður skattlagður á hærra skattþrepinu, það er 10 prósent.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að tekjur af erfðafjárskatti verði 5,2 milljarðar króna. Verði þrepaskiptingunni komið á með lögum munu tekjurnar lækka um 2 milljarða og verða 3,2 milljarðar. Tekið er fram að ráðstöfunartekjur þeirra sem fá arfi úthlutað muni hækka á móti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
3
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár