Steinunn Guðbjartsdóttir lögfræðingur var formaður slitastjórnar Glitnis frá árinu 2012 til ársins 2016. Fyrir þann tíma hafði hún setið í slitastjórninni og áður skilanefnd Glitnis, frá október 2008. Steinunn hafði um 1,1 milljón króna í tekjur á mánuði árið 2018, því sem næst sömu tekjur og árið 2017.
Páll Eiríksson sat ásamt Steinunni í slitastjórn Glitnis allan þann tíma sem slitastjórnin var starfandi, og sömuleiðis sat Páll í skilanefnd bankans fyrir þann tíma. Páll hafði tæpar 1,1 milljón króna í mánaðartekjur á síðasta ári samkvæmt álagningarskrám. Páll er sonur Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara og bróðursonur Árna Tómassonar, sem var formaður skilanefndar Glitnis þar til síðla árs 2011, um það leyti sem verið var að færa verkefni hennar til slitastjórnarinnar. Greint var frá því að félag Árna hefði fengið greiddar 123 milljónir króna á árunum 2009 til 2010 vegna vinnu fyrir skilanefndina.
Athugasemdir