Snorri Arnar Viðarsson er forstöðumaður eignastýringar Glitnis og hefur starfað hjá Glitni frá því að slitameðferð bankans hófst í apríl 2009. Árið 2018 var Snorri með rúmar 7,4 milljónir í tekjur á mánuði samkvæmt álagningarskrám. Hann hafði líka 12,8 milljónir króna í fjármagnstekjur það ár. Árið 2017 voru mánaðartekjur Snorra 16,7 milljónir króna og árið 2016 hafði Snorri tæpar 6,7 milljónir króna í tekjur.
Ragnar Björgvinsson er aðallögfræðingur Glitnis Holdco og hefur einnig starfað hjá slitabúinu frá árinu 2009. Ragnar var með rúmar 9 milljónir króna í mánaðartekjur árið 2018, rúmar 16 milljónir árið 2017 og um 6,3 milljónir króna árið 2016.
Í byrjun árs 2017 var greint frá því að bónuskerfi Glitnis hefði verið virkjað eftir að Glitnir greiddi um 99 milljónir evra til skuldabréfaeigenda í janúar það ár. Þá varð samkomulag við þau Steinunni Guðbjartsdóttur og Pál Eiríksson, fyrrverandi slitastjórnarmeðlimi …
Athugasemdir