Steinar Þór Guðgeirsson lögfræðingur var skipaður í skilanefnd Kaupþings þegar Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir 9. október 2008. Hann tók við fomennsku í nefndinni um hálfum mánuði síðar og stýrði störfum hennar til ársloka 2011, eða þar til skilanefndin var lögð niður og slitastjórn tók við verkefnum hennar. Árið 2018 hafði Steinar Þór ríflega 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun og árið áður voru mánaðarlaun hans því sem næst þau sömu, samkvæmt álagningarskrám. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar hafði Steinar Þór 762 þúsund krónur í mánaðartekjur árið 2010, þegar hann sinnti nær eingöngu störfum formanns skilanefndarinnar.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið réði Steinar Þór sem ráðgjafa í málefnum sem tengdust nauðasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna og afnámi fjármagnshafta árið 2013. Kom hann að móttöku þeirra eigna sem runnu til íslenska ríkisins með samningum við gömlu bankana.
„Megninu af starfsemi Lindarhvols, daglegum rekstri þess í raun og veru, var útvistað til lögmannsstofu Steinars Þórs, Íslaga“
Eignarhaldsfélagið …
Athugasemdir