Jóhannes Rúnar Jóhannsson lögmaður var skipaður í skilanefnd Kaupþings í október 2008 eftir fall bankans. Hann var svo skipaður í slitastjórn bankans eftir að skilanefnd var lögð niður í janúar 2012 og var þar formaður. Jóhannes sat í slitastjórninni og síðan bæði í bráðabirgðastjórn Kaupþings og svo í stjórn félagsins fram í október 2016. Jóhannes hafði ríflega 1,1 milljón króna í mánaðartekjur á síðasta ári, 2018, en athygli vekur að fjármagnstekjur hans yfir það ár numu 65 milljónum króna. Árið 2016, voru mánaðartekjur Jóhannesar Rúnars ríflega 3,2 milljónir en það ár námu fjármagnstekjur hans á ársgrundvelli 60 milljónum króna.
„Miðað við tímagjald upp á 30.200 krónur jafngilti það því að hann hefði unnið í 2.615 tíma fyrir slitastjórnina það ár“
Viðskiptablaðið greindi frá því að fyrir árið 2012 hefði Jóhannes Rúnar fengið 79 milljónir króna greiddar fyrir störf sín í slitastjórninni, sem reiknað var út að miðað við tímagjald upp …
Athugasemdir