Óttar Pálsson lögfræðingur, stjórnarmaður í stjórn Kaupþings ehf. og ALMC, sem áður var Straumur-Burðarás fjárfestingabanki, hafði rúmar 4,7 milljónir króna í mánaðartekjur árið 2018, um 3,6 milljónir árið 2017, 6,4 milljónir 2016 og 26,2 milljónir á mánuði árið 2015, samkvæmt því sem greint hefur verið frá í tekjublöðum Stundarinnar, DV og Frjálsrar verslunar.
Óttar starfaði hjá Straumi-Burðarási á árunum 2006 til 2010, fyrst sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og síðar sem forstjóri fjárfestingabankans. Hann hefur undanfarin ár unnið sem ráðgjafi kröfuhafa föllnu bankanna. Óttar tók sæti í stjórn ALMC árið 2010 og hefur setið þar síðan. ALMC tók við eignum Straums-Burðaráss eftir að Fjármálaeftirlitið tók fjárfestingabankann yfir árið 2009 og skipaði slitastjórn yfir hann. Strax sumarið 2010 samþykktu kröfuhafar nauðasamning yfir félaginu.
Bakkaði með bónusa en greiddi þá út sex árum síðar
Árið 2015 var greint frá því að ALMC hefði ákveðið að greiða …
Athugasemdir