Kolbeinn Árnason lögmaður, stjórnarmaður LBI, þrotabús gamla Landsbankans, hafði tæpar 4,6 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2018, samkvæmt staðgreiðsluskrám skattstjóra. Árið 2017 hafði Kolbeinn um 6,7 milljónir í mánaðartekjur og um 7,2 milljónir árið 2016.
Kolbeinn tók sæti í stjórn LBI árið 2016 en þaðan kom hann frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og áður Landssambandi íslenskra útvegsmanna þar sem hann hafði starfað sem framkvæmdastjóri frá árinu 2013. Seta Kolbeins í stjórn LBI var þó ekki fyrsta aðkoma hans að þrotabúum föllnu bankanna þar eð Kolbeinn starfaði sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings á árunum 2008 til 2013. Þar á undan starfaði Kolbeinn sem lögfræðingur hjá Kaupþingi banka, á árunum 2007 til 2008.
Kolbeinn er sonur Árna Kolbeinssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. Þau vensl urðu til þess að nafn Kolbeins dróst inn í umræðuna í Al Thani-málinu svokallaða árið 2011 vegna endurupptökubeiðni þeirra Ólafs …
Athugasemdir