Sú bók sem hefur haft mest áhrif á mig er Ilmurinn eftir Patrick Süskind. Ég las hana í fyrsta sinn þegar ég var tólf ára og hef lesið hana oft síðan. Hún hafði líka örlagarík áhrif á líf mitt því lýsingarnar á París og lyktinni þar eru svo magnaðar að þær færðu mig á staðinn. Ég hef alltaf elskað París síðan. Ég á örugglega eftir að lesa bókina að minnsta kosti einu sinni enn, en ég mun hins vegar ekki horfa á bíómyndina aftur. Hún olli vonbrigðum en það er heldur ekki hægt að keppa við vel skrifaða bók og ímyndunaraflið.

Athugasemdir