Bréf í þrotabúum gömlu bankanna margfölduðust í verði eftir því hvenær þau voru keypt og ruku upp eftir samþykkt nauðasamninga þeirra í lok árs 2015. Þeir sjóðir sem keyptu á réttum tíma fengu bréfin á 4 prósent af upprunalegu virði, en gátu selt þau á 24 prósent eða jafnvel 40 prósent. „Á Íslandi græddum við mikla peninga,“ segir einn starfsmanna sjóðanna.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóra, sem komin er út í íslenskri þýðingu. Bókin ber titilinn „Í víglínu íslenskra fjármála“ og inniheldur fjölda frásagna af samskiptum Øygard við stjórnmálamenn og aðila í fjármálaheiminum um orsakir og afleiðingar bankahrunsins 2008.
Øygard er norskur hagfræðingur sem gegndi embætti seðlabankastjóra á Íslandi frá febrúar til ágúst 2009. Hann var kallaður til af minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar í ársbyrjun 2009 til að fylla skarð Davíðs Oddssonar eftir að honum var ýtt …
Athugasemdir