Kísilver PCC á Bakka mun standa undir allt að 7,6 prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi verði það stækkað eins og það hefur leyfi til. Félagið er að hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða og banka og leitar nú 5 milljarða króna innspýtingar í reksturinn eftir tafir og erfiðleika í starfsemi.
Málið var á forræði Vinstri grænna í ríkisstjórn með Samfylkingunni þegar það var samþykkt vorið 2013, en það sætti mikilli gagnrýni meðal flokksmanna. Svandís Svavarsdóttir, þá umhverfisráðherra, sat hjá við afgreiðslu málsins, meðal annars vegna óánægju með kostnað ríkisins vegna þess. Áætlað var að skattalegar ívilnanir vegna framkvæmdarinnar mundu kosta ríkissjóð 100–150 milljónir króna á ári og kostnaður ríkisins vegna innviðauppbyggingar og styrkja gat numið 3,4 milljörðum króna.
Kísilverið tók til starfa vorið 2018 og starfar nú í fullri afkastagetu miðað við fyrsta áfanga. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari stækkun verksmiðjunnar upp í fulla mögulega notkun, samkvæmt upplýsingum …
Athugasemdir