Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stóriðjan sem Vinstri græn studdu þarf meira fé

Kís­il­ver PCC á Bakka er kom­ið í full af­köst eft­ir byrj­unar­örð­ug­leika. Verði verk­smiðj­an stækk­uð eins og leyfi er fyr­ir mun hún losa meira af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um en ál­ver­ið í Straums­vík. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi formað­ur Vinstri grænna, rak mál­ið á Al­þingi.

Stóriðjan sem Vinstri græn studdu þarf meira fé
PCC á Bakka Kísilverið var gangsett vorið 2018. Mynd: PCC

Kísilver PCC á Bakka mun standa undir allt að 7,6 prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi verði það stækkað eins og það hefur leyfi til. Félagið er að hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða og banka og leitar nú 5 milljarða króna innspýtingar í reksturinn eftir tafir og erfiðleika í starfsemi.

Málið var á forræði Vinstri grænna í ríkisstjórn með Samfylkingunni þegar það var samþykkt vorið 2013, en það sætti mikilli gagnrýni meðal flokksmanna. Svandís Svavarsdóttir, þá umhverfisráðherra, sat hjá við afgreiðslu málsins, meðal annars vegna óánægju með kostnað ríkisins vegna þess. Áætlað var að skattalegar ívilnanir vegna framkvæmdarinnar mundu kosta ríkissjóð 100–150 milljónir króna á ári og kostnaður ríkisins vegna innviðauppbyggingar og styrkja gat numið 3,4 milljörðum króna.

Kísilverið tók til starfa vorið 2018 og starfar nú í fullri afkastagetu miðað við fyrsta áfanga. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari stækkun verksmiðjunnar upp í fulla mögulega notkun, samkvæmt upplýsingum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár