Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stóriðjan sem Vinstri græn studdu þarf meira fé

Kís­il­ver PCC á Bakka er kom­ið í full af­köst eft­ir byrj­unar­örð­ug­leika. Verði verk­smiðj­an stækk­uð eins og leyfi er fyr­ir mun hún losa meira af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um en ál­ver­ið í Straums­vík. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi formað­ur Vinstri grænna, rak mál­ið á Al­þingi.

Stóriðjan sem Vinstri græn studdu þarf meira fé
PCC á Bakka Kísilverið var gangsett vorið 2018. Mynd: PCC

Kísilver PCC á Bakka mun standa undir allt að 7,6 prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi verði það stækkað eins og það hefur leyfi til. Félagið er að hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða og banka og leitar nú 5 milljarða króna innspýtingar í reksturinn eftir tafir og erfiðleika í starfsemi.

Málið var á forræði Vinstri grænna í ríkisstjórn með Samfylkingunni þegar það var samþykkt vorið 2013, en það sætti mikilli gagnrýni meðal flokksmanna. Svandís Svavarsdóttir, þá umhverfisráðherra, sat hjá við afgreiðslu málsins, meðal annars vegna óánægju með kostnað ríkisins vegna þess. Áætlað var að skattalegar ívilnanir vegna framkvæmdarinnar mundu kosta ríkissjóð 100–150 milljónir króna á ári og kostnaður ríkisins vegna innviðauppbyggingar og styrkja gat numið 3,4 milljörðum króna.

Kísilverið tók til starfa vorið 2018 og starfar nú í fullri afkastagetu miðað við fyrsta áfanga. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari stækkun verksmiðjunnar upp í fulla mögulega notkun, samkvæmt upplýsingum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár