Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stóriðjan sem Vinstri græn studdu þarf meira fé

Kís­il­ver PCC á Bakka er kom­ið í full af­köst eft­ir byrj­unar­örð­ug­leika. Verði verk­smiðj­an stækk­uð eins og leyfi er fyr­ir mun hún losa meira af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um en ál­ver­ið í Straums­vík. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi formað­ur Vinstri grænna, rak mál­ið á Al­þingi.

Stóriðjan sem Vinstri græn studdu þarf meira fé
PCC á Bakka Kísilverið var gangsett vorið 2018. Mynd: PCC

Kísilver PCC á Bakka mun standa undir allt að 7,6 prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi verði það stækkað eins og það hefur leyfi til. Félagið er að hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða og banka og leitar nú 5 milljarða króna innspýtingar í reksturinn eftir tafir og erfiðleika í starfsemi.

Málið var á forræði Vinstri grænna í ríkisstjórn með Samfylkingunni þegar það var samþykkt vorið 2013, en það sætti mikilli gagnrýni meðal flokksmanna. Svandís Svavarsdóttir, þá umhverfisráðherra, sat hjá við afgreiðslu málsins, meðal annars vegna óánægju með kostnað ríkisins vegna þess. Áætlað var að skattalegar ívilnanir vegna framkvæmdarinnar mundu kosta ríkissjóð 100–150 milljónir króna á ári og kostnaður ríkisins vegna innviðauppbyggingar og styrkja gat numið 3,4 milljörðum króna.

Kísilverið tók til starfa vorið 2018 og starfar nú í fullri afkastagetu miðað við fyrsta áfanga. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari stækkun verksmiðjunnar upp í fulla mögulega notkun, samkvæmt upplýsingum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár