Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Brynjar gekk út af fundi: „Ég nennti ekki að taka þátt í sjónarspili“

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, hafði ekki sam­ráð við aðra nefnd­ar­menn áð­ur en hún boð­aði ráð­herra á fund. Brynj­ar Ní­els­son seg­ir mál­ið „póli­tískt sjón­arspil“.

Brynjar gekk út af fundi: „Ég nennti ekki að taka þátt í sjónarspili“
Gekk út til að mótmæla Brynjar var ósáttur við að Þórhildur Sunna skyldi boða Áslaugu Örnu á fund nefndarinnar.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun til að mótmæla vinnubrögðum formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Þórhildur Sunna hafði ekki samráð við aðra nefndarmenn þegar hún boðaði í gær dómsmálaráðherra á fund nefndarinnar til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Málefni lögreglu heyra hins vegar undir allsherjar- og menntamálanefnd og Páll Magnússon, formaður þeirrar nefndar, benti á það þegar í gærkvöldi og gerði athugsemd við málið. Brynjar var mjög ósáttur við framgöngu Þórhildar Sunnu og gerði það ljóst við upphaf fundar. „Ég ætla ekki að vera þátttakandi í nefndarstörfum Alþinigs á þessum nótum.“

Ekki hlutverk nefndarinnar

Þórhildur Sunna boðaði í gær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að morgni 25. september. Tilefnið var vantraustsyfirlýsing lögreglustjóra og Landssambands lögreglumanna á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Strax í gær var bent á að málið heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar og Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem lögreglumál heyra undir, mun í gærkvöldi hafa sent forseta Alþingis athugasemd vegna boðunar ráðherra á fundinn.

„Ég benti á það strax í morgun þegar fundur hófst að þetta væri óeðlilegt, að málið heyrði ekki undir nefndina og að formaður hefði ekki haft samráð við einn né neinn, auk þess sem óeðlilegt væri að þingnefndir hefðu yfir höfuð afskipti af málinu á þessu stigi. Útganga mín voru mótmæli við þessari framkomu. Í fyrsta lagi þykir mér alveg óviðeigandi að nefndarformaður gangi fram með þessum hætti án þess að ráðgast við nokkurn annan nefndarmann. Ég lít á þetta allt sem eitthvað pólitískt sjónarspil, sem ég ætla ekki að vera þátttakandi í,“ segir Brynjar í samtali við Stundina.

„Ég nennti ekki að taka þátt í sjónarspili formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þess vegna gekk ég út“

Brynjar segir öllum vera ljóst að vandamál séu til staðar innan lögreglunnar. Lögreglan og lögregluvald heyri hins vegar undir dómsmálaráðherra og hann eigi að leysa málið og gera það sem gera þarf. „Að einstakar þingnefndir eða þingmenn séu á þessu stigi að vasast í málinu, það er bara ekkert hlutverk þeirra. Það þreytir mig afskaplega að uppákomur í stjórnsýslunni, sem verða á hverjum degi, séu meðhöndlaðar með þeim hætti að þingnefndir séu að skipta sér af þeim. Það er ekki þeirra hlutverk.“

Brynjar segir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd geti hugsanlega komið að málinu þegar að ráðherra hafi tekið ákvarðanir í því, ef þörf krefji. Telji þingmenn nauðsynlegt að skoða lögreglumál á þessu stigi þá heyri það hins vegar undir allsherjar- og menntamálanefnd. Það megi öllum vera ljóst. „Ég nennti ekki að taka þátt í sjónarspili formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þess vegna gekk ég út.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár