Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Brynjar gekk út af fundi: „Ég nennti ekki að taka þátt í sjónarspili“

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, hafði ekki sam­ráð við aðra nefnd­ar­menn áð­ur en hún boð­aði ráð­herra á fund. Brynj­ar Ní­els­son seg­ir mál­ið „póli­tískt sjón­arspil“.

Brynjar gekk út af fundi: „Ég nennti ekki að taka þátt í sjónarspili“
Gekk út til að mótmæla Brynjar var ósáttur við að Þórhildur Sunna skyldi boða Áslaugu Örnu á fund nefndarinnar.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun til að mótmæla vinnubrögðum formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Þórhildur Sunna hafði ekki samráð við aðra nefndarmenn þegar hún boðaði í gær dómsmálaráðherra á fund nefndarinnar til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Málefni lögreglu heyra hins vegar undir allsherjar- og menntamálanefnd og Páll Magnússon, formaður þeirrar nefndar, benti á það þegar í gærkvöldi og gerði athugsemd við málið. Brynjar var mjög ósáttur við framgöngu Þórhildar Sunnu og gerði það ljóst við upphaf fundar. „Ég ætla ekki að vera þátttakandi í nefndarstörfum Alþinigs á þessum nótum.“

Ekki hlutverk nefndarinnar

Þórhildur Sunna boðaði í gær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að morgni 25. september. Tilefnið var vantraustsyfirlýsing lögreglustjóra og Landssambands lögreglumanna á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Strax í gær var bent á að málið heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar og Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem lögreglumál heyra undir, mun í gærkvöldi hafa sent forseta Alþingis athugasemd vegna boðunar ráðherra á fundinn.

„Ég benti á það strax í morgun þegar fundur hófst að þetta væri óeðlilegt, að málið heyrði ekki undir nefndina og að formaður hefði ekki haft samráð við einn né neinn, auk þess sem óeðlilegt væri að þingnefndir hefðu yfir höfuð afskipti af málinu á þessu stigi. Útganga mín voru mótmæli við þessari framkomu. Í fyrsta lagi þykir mér alveg óviðeigandi að nefndarformaður gangi fram með þessum hætti án þess að ráðgast við nokkurn annan nefndarmann. Ég lít á þetta allt sem eitthvað pólitískt sjónarspil, sem ég ætla ekki að vera þátttakandi í,“ segir Brynjar í samtali við Stundina.

„Ég nennti ekki að taka þátt í sjónarspili formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þess vegna gekk ég út“

Brynjar segir öllum vera ljóst að vandamál séu til staðar innan lögreglunnar. Lögreglan og lögregluvald heyri hins vegar undir dómsmálaráðherra og hann eigi að leysa málið og gera það sem gera þarf. „Að einstakar þingnefndir eða þingmenn séu á þessu stigi að vasast í málinu, það er bara ekkert hlutverk þeirra. Það þreytir mig afskaplega að uppákomur í stjórnsýslunni, sem verða á hverjum degi, séu meðhöndlaðar með þeim hætti að þingnefndir séu að skipta sér af þeim. Það er ekki þeirra hlutverk.“

Brynjar segir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd geti hugsanlega komið að málinu þegar að ráðherra hafi tekið ákvarðanir í því, ef þörf krefji. Telji þingmenn nauðsynlegt að skoða lögreglumál á þessu stigi þá heyri það hins vegar undir allsherjar- og menntamálanefnd. Það megi öllum vera ljóst. „Ég nennti ekki að taka þátt í sjónarspili formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þess vegna gekk ég út.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár