Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sáttanefndin fundaði með Einari Karli

Rík­is­lög­mað­ur er son­ur Hall­varð­ar Ein­varðs­son­ar, eins þeirra sem stjórn­uðu rann­sókn Guð­mund­ar- og Geirfinns­mála á sín­um tíma. Hann hitti sátta­nefnd­ina og kynnti fyr­ir henni al­mennt verklag við ákvörð­un bóta á fyrsta fundi henn­ar þann 12. októ­ber 2018 en lýsti sig svo van­hæf­an og vék af fundi.

Sáttanefndin fundaði með Einari Karli
Samið við hina sýknuðu Gengið hefur brösuglega að semja um bætur og ná fram sáttum eftir sýknudóm Hæstaréttar. Mynd: Saga film/Mosaic Films – Youtube

Sáttanefnd Guðmundar- og Geirfinnsmála fundaði með Einari Karli Hallvarðssyni ríkislögmanni þann 12. október 2018 og fékk kynningu frá honum á almennu verklagi hjá embættinu við ákvörðun bóta, hefðum í samskiptum við lögmenn og uppgjörs- og útgreiðsluaðferðum.

Þetta kemur fram í fundargerð af fyrsta fundi nefndarinnar sem Stundin hefur undir höndum. Nefndin var skipuð síðasta haust til að leiða viðræður við hina sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir hönd stjórnvalda og ber samkvæmt skipunarbréfi að hafa samráð við ríkislögmann.

Einar Karl er sonur Hallvarðar Einvarðssonar sem var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst árið 1975. Hallvarður kom umtalsvert að rannsókn málanna og yfirheyrslum yfir sakborningum. Hann var einn þeirra sem fengu svo réttarstöðu sakbornings þegar harðræði lögreglu var rannsakað árið 1979.

Eftir að hafa farið yfir almennt verklag hjá embætti ríkislögmanns í bótamálum á fundinum 12. október greindi Einar Karl nefndinni frá því að hann væri vanhæfur til aðkomu að málinu. „EKH gerði nefndinni viðvart um vanhæfi sitt og tilkynnti að settur yrði ríkislögmaður í þessu tiltekna máli,“ segir í fundargerð þar sem fram kemur að Einar hafi vikið af fundinum.

Í kjölfarið setti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Andra Árnason hæstaréttarlögmann sem ad hoc ríkislögmann vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. Samhliða því hefur hann gegnt óformlegra hlutverki fyrir hönd forsætisráðuneytisins og sáttanefndarinnar við að kanna möguleikann á sáttum við hina sýknuðu og niðja þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Hef­ur unn­ið að sátt­um fyr­ir hönd for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins en hafn­ar því að lög­regla hafi beitt harð­ræði

Guð­jóni Skarp­héð­ins­syni, ein­um hinna sýkn­uðu í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­um, er sjálf­um kennt um rang­an dóm Hæsta­rétt­ar yf­ir sér í grein­ar­gerð setts rík­is­lög­manns, Andra Árna­son­ar, sem hafn­ar því að rann­sak­end­ur hafi brot­ið með refsi­verð­um hætti gegn Guð­jóni. Andri hafði sam­band við að­stand­end­ur í vor „til að skoða til­tekna sátta­mögu­leika fyr­ir ráðu­neyt­ið“.
Henry Kissinger um Sævar Ciesielski:  „Hvað er svona pólitískt viðkvæmt?“
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Henry Kissin­ger um Sæv­ar Ciesi­elski: „Hvað er svona póli­tískt við­kvæmt?“

Ný­fram­kom­in gögn sýna að banda­rísk yf­ir­völd höfðu áhyggj­ur af með­ferð­inni á Sæv­ari Ciesi­elski og töldu fram­göng­una gagn­vart hon­um geta orð­ið Ís­landi til skamm­ar á al­þjóða­vett­vangi. Henry Kissin­ger, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, spurð­ist fyr­ir um mál­ið og fylgd­ist grannt með. 

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár