Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn minni en nokkru sinni áður

Sam­kvæmt könn­un MMR er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærsti flokk­ur lands­ins, en fylgi hans þó að­eins 18,3 pró­sent.

Sjálfstæðisflokkurinn minni en nokkru sinni áður
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fylgi ríkisstjórnarinnar hækkar frá síðustu könnun MMR. Mynd: Davíð Þór

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi allra stjórnmálaflokka í nýrri könnun MMR. Flokkurinn mælist með 18,3% fylgi, en það er minnsta fylgi sem hann hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR.

Stuðningur við ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mælist 43,7 prósent í könnuninni, nokkuð meira en í síðustu könnun þegar það mældist 38,8 prósent. Samfylkingin mælist næststærsti flokkur landsins með 14,8 prósenta fylgi, tæpum tveimur prósentum minna en í síðustu könnun.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð mælist þriðji stærsti flokkur landsins með 12,8 prósenta fylgi. Píratar mælast með 12,4 prósenta fylgi, Miðflokkurinn 12 prósent og Framsóknarflokkurinn 11,8 prósent. Þá mældist fylgi Viðreisnar 10,2 prósent, fylgi Flokks fólksins 4 prósent, en fylgi Sósíalistaflokks Íslands 2 prósent.

Allar breytingar frá síðustu könnun MMR í ágúst mældust innan vikmarka og því ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgisbreytingunum. Könnunin var framkvæmd 9. - 16. september 2019 og var heildarfjöldi svarenda 1045 einstaklingar, 18 ára og eldri.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár