Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn minni en nokkru sinni áður

Sam­kvæmt könn­un MMR er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærsti flokk­ur lands­ins, en fylgi hans þó að­eins 18,3 pró­sent.

Sjálfstæðisflokkurinn minni en nokkru sinni áður
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fylgi ríkisstjórnarinnar hækkar frá síðustu könnun MMR. Mynd: Davíð Þór

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi allra stjórnmálaflokka í nýrri könnun MMR. Flokkurinn mælist með 18,3% fylgi, en það er minnsta fylgi sem hann hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR.

Stuðningur við ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mælist 43,7 prósent í könnuninni, nokkuð meira en í síðustu könnun þegar það mældist 38,8 prósent. Samfylkingin mælist næststærsti flokkur landsins með 14,8 prósenta fylgi, tæpum tveimur prósentum minna en í síðustu könnun.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð mælist þriðji stærsti flokkur landsins með 12,8 prósenta fylgi. Píratar mælast með 12,4 prósenta fylgi, Miðflokkurinn 12 prósent og Framsóknarflokkurinn 11,8 prósent. Þá mældist fylgi Viðreisnar 10,2 prósent, fylgi Flokks fólksins 4 prósent, en fylgi Sósíalistaflokks Íslands 2 prósent.

Allar breytingar frá síðustu könnun MMR í ágúst mældust innan vikmarka og því ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgisbreytingunum. Könnunin var framkvæmd 9. - 16. september 2019 og var heildarfjöldi svarenda 1045 einstaklingar, 18 ára og eldri.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu