Vegatollar til að draga úr eða stýra umferð í borgum eru ekki algengir, enda mjög umdeildar ráðstafanir. Stærstu borgirnar þar sem slíkir vegatollar eru lagðir á eru Singapúr, þar sem vegatollar voru teknir upp þegar árið 1975, Lundúnir, Stokkhólmur, Gautaborg og Mílanó. Þá eru slíkir tollar lagðir á í Osló, Björgvin og Þrándheimi í Noregi, svo dæmi séu nefnd. Vegatollar eru einnig innheimtir á þjóðvegum mjög víða en eru þar einkum notaðir til fjáröflunar en ekki til að stýra umferð.
Árið 2003 voru lagðir á vegatollar í Lundúnum, svokallaðir tepputollar. Um síðustu aldamót voru umferðartafir og -teppur í borginni einhverjar hinar verstu í Evrópu. Þegar tollarnir voru lagðir á hafði það þegar áhrif. Umferð um miðborgina dróst saman um 15 prósent. Á svæðunum sem tollarnir náðu yfir dró einnig úr umferðarteppum. Meðalumferðartími á kílómetra féll frá því að vera rúmar fjórar og hálf mínúta og niður í rúmar þrjár og …
Athugasemdir