Að flytja til Reykjavíkur frá Stokkhólmi var ekki risastór breyting í lífi mínu árið 2011. Samfélögin eru svo svipuð að ég get spjallað endalaust við íslenska kunningja um greinarmun á Íslandi og Svíþjóð sem nánast bara er hægt að sjá með smásjá. Svíþjóð er alls staðar á Íslandi. Metsölulistinn í bókaverslunum er yfirleitt fullur af sænskum glæpasögum. Húsgögnin mín keypti ég í Ikea. Í matvörubúðunum fann ég vörur sem ég heaði ekki hugmynd um að væru fluttar til Íslands frá Svíþjóð. Felix tómatsósa, brauð frá Polarbröd, smákökur frá Göteborgs Kex, tacosósa frá Santa Maria og grænmetisréttir frá Hälsans kök. Nánast allt var til staðar.
Líka nýnasisminn.
Nýnasismi hefur í mörg ár verið ein skrýtnasta útflutningsvara Svíþjóðar. Útflutningurinn til Íslands byrjaði ekki með Norrænu mótstöðuhreyfingunni haustið 2019. Þetta er útflutningur sem á sér miklu lengri sögu.
„Nýnasismi hefur í mörg ár verið ein skrýtnasta útflutningsvara Svíþjóðar. “
Útibú á Íslandi
Eftir …
Athugasemdir