Tveir af nánustu samverka- og aðstoðarmönnum Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis í gegnum árin, Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson, eru stærstu hluthafar leigufélagsins Ásbrúar í gegnum félag í Lúxemborg sem þeir eru skráðir eigendur að. Félag þeirra er stærsti einstaki eigandi stærsta hluthafans, sem á 90 prósenta hlut, og eiga þeir 28 prósenta hlut í honum.
Ásbrú er eitt af þeim félögum sem keypti fasteignir á gamla varnarliðssvæðinu á Miðnesheiði af ríkisfyrirtækinu Kadeco fyrir nokkrum árum. Samtals keypti Ásbrú ehf. 470 íbúðir af Kadeco árið 2016. Ásbrú hefur síðan selt hluta af íbúðunum en leigir hluta þeirra út.
Stærsti eigandi Ásbrúar er félagið P190 ehf. Þeir Andri og Birgir Már hafa unnið hjá fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors, Novator, í á annan áratug og eru einnig hluthafar í félaginu. Þeir eiga saman félagið Omega S.á.r.l. í Lúxemborg sem á 28 prósenta hlut í P190 ehf., stærsta hluthafa leigufélagsins í gegnum íslenska félagið …
Athugasemdir