Síðan stjörnufræðingar uppgötvuðu að plánetur á pari við reikistjörnurnar í okkar sólkerfi fyrirfyndust utan sólkerfisins hafa vísindamenn leitað að möguleikanum á lífi annars staðar en á jörðinni. Fyrsta skrefið í þessari leit var að uppgötva önnur sólkerfi, þar sem sólir og reikistjörnur þeirra eru til staðar.
Í dag hafa stjörnufræðingar skilgreint fjöldann allan af sólkerfum sem innihalda reikistjörnur þó fæstar þeirra séu lífvænlegar. Samkvæmt niðurstöðum Kepler Satillite Mission gætu um það bil 5 til 20 prósent þeirra reikistjarna sem fyrirfinnast haft aðstæður til að fóðra einhvers konar lífsform.
„Það er þess vegna sem við gerum ráð fyrir að líf á öðrum hnöttum sé háð því að vera með fljótandi vatn í kringum sig“
Pláneturnar þar sem leitað er að lífi mega ekki vera of kaldar en ekki heldur of heitar. Það þýðir að fjarlægð þeirra frá þeirra eigin sólu þarf að vera rétt. Þar er leitað að lofthjúp sem svipar …
Athugasemdir