Þau fá til sín börn á flótta sem leitað hafa verndar á Íslandi. Börn sem hafa sum hver aldrei gengið í skóla, eru ólæs og óskrifandi, ekki talandi á neina aðra tungu en móðurmálið. Sum þeirra hafa verið á flótta alla sína ævi, eiga sér ekkert heimaland, jafnvel enga fjölskyldu. Dæmi eru um börn sem eru alvarlega veik á líkama og sál eftir þá lífsreynslu sem þau hafa gengið í gegnum. Á móti þeim öllum taka þau með manngæsku að vopni, með faðminn opinn.
Þetta er starfsfólk Bjargs, deildar í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, sem þjónustar börn sem hingað hafa komið í leit að hæli og sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, ýmist með fjölskyldum sínum eða á eigin vegum. Útlendingastofnun samdi við þrjú sveitarfélög, Hafnarfjörð, Reykjavík og Reykjanesbæ, um að sjá um menntun barna í þessum hópi, barna sem bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort að þeim …
Athugasemdir