Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tap Birtings þrefaldast milli ára

Fé­lag­ið sem gef­ur út Mann­líf, Vik­una, Gest­gjaf­ann og Hús og hí­býli tap­aði 168 millj­ón­um króna í fyrra.

Tap Birtings þrefaldast milli ára
Mannlíf Birtingur gefur út tímaritin Mannlíf, Vikuna, Gestgjafann og Hús og híbýli.

Birtingur ehf., sem gefur út tímaritin Mannlíf, Vikuna, Gestgjafann og Hús og híbýli, tapaði 168 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Eigið fé félagsins dróst saman um 50 milljónir króna á árinu.

Á ársreikningnum má sjá að þrátt fyrir að tekjur hafi aukist verulega á milli ára og launakostnaður dregist saman hefur taprekstur félagsins versnað á milli ára. Munar þar mest um liðinn „annar útgáfukostnaður“ sem jókst um 156 milljónir króna milli ára.

Halldór Kristmannsson

Birtingur tapaði 92 milljónum króna á rekstri sínum árið 2017. Eigandi Birtings er fjárfestingafélagið Dalurinn ehf., sem er alfarið í eigu Halldórs Kristmannssonar, framkvæmdastjóra hjá Alvogen, sem hefur séð um samskipti við fjölmiðla fyrir Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Hlutafé félagsins hefur verið hækkað um alls 308 milljónir króna undanfarin tvö rekstrarár.

Róbert sjálfur fór út úr hluthafahópi Dalsins í fyrra. Í apríl í fyrra seldu Róbert, Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, og Jóhann G. Jóhannsson, sem einnig starfar hjá lyfjafyrirtækinu, hluti sína til Halldórs. Samstarfsmennirnir keyptu Birting sumarið 2017 eftir að fyrirhuguð kaup Björns Inga Hrafnssonar og fjölmiðlasamsteypunnar Pressunnar á útgáfufélaginu urðu að engu.

Birtingur hafði áður sett tugmilljóna króna hlutafé inn í Pressuna vorið 2017 en miklar deilur komu upp í kjölfarið þegar í ljós kom að helstu eignir félagsins höfðu áður verið seldar félaginu Dalsdal ehf. í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns, nú eiganda DV. Standa málaferli vegna þessa enn yfir í tengslum við slitameðferð á Pressunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár