Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

Siða­regl­ur fyr­ir borg­ar­full­trúa Reykja­vík­ur hafa ver­ið stað­fest­ar. Marta Guð­jóns­dótt­ir og full­trú­ar minni­hlut­ans segj­ast ekki hafa trú á að þær verði tekn­ar al­var­lega vegna spurn­inga Dóru Bjart­ar Guð­jóns­dótt­ur um fjár­hags­lega hags­muni Ey­þórs Arn­alds.

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
Dóra Björt, Marta og Eyþór Marta Guðjónsdóttir segir það hafa verið óviðeigandi af Dóru Björt að spyrja um hagsmuni Eyþórs.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, og áheyrnarfulltrúar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segjast ekki hafa trú á að nýstaðfestar siðareglur borgarfulltrúa verði teknar alvarlega. Nefna þær sem dæmi að Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, hafi spurt Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks, um fjárhagslega hagsmuni hans á borgarstjórnarfundi.

Siðareglur kjörinna fulltrúa hafa verið staðfestar af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og var bréf þess efnis lagt fram á fundi forsætisnefndar á föstudag. „Við sýnum kurteisi, tillitssemi og virðum einkalíf annarra,“ segir í 9. grein þeirra, en á kjörtímabilinu hefur mikið verið rætt um einelti og átök innan ráðhússins. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var eini fulltrúinn sem kaus gegn samþykkt siðareglnanna, en Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins sat hjá.

„Fullur hugur er hjá meirihluta borgarstjórnar að fylgja siðareglum bæði í orði og anda, og eru allir aðrir borgarfulltrúar hvattir til þess einnig, óháð því hvort þeir hafi staðið að samþykkt þeirra eður ei,“ segir í bókun fulltrúa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár