Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fáránleiki og eyðilegging, plastlaus ljósahátíð og poppkór

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 6.-19. sept­em­ber.

Fáránleiki og eyðilegging, plastlaus ljósahátíð og poppkór

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

VIÐ SKEMMDUM ALLT

Hvar? Listastofan
Hvenær? 6.–19. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listastofan var stofnuð árið 2015 af Martynu Daniel og Emmu Sanderson, tveimur innflytjendum, með það í huga að bjóða stöku sinnum upp á módelteikningar og námskeið. Fjórum árum síðar hafa 62 einstakar listasýningar verið haldnar þar, auk aragrúa af námskeiðum, fyrirlestrum og fleiri viðburðum. 63. sýningin verður sú síðasta, en til stendur að loka Listastofunni að henni lokinni. Á þessari lokasýningu verða sýnd verk átta listafólks búsetts á Íslandi sem að hafa fáránleika og húmor að leiðarljósi undir þemanu eyðilegging. Haldið verður sérstakt opnunarkvöld 6. september kl. 17.00, en formlegri lokun verður fagnað í Iðnó 19. september með geysi og glensi, listasýningu og tónleikum.

Draumadís

Hvar? Flæði
Hvenær? 6.–8. september
Aðgangseyrir: Frjáls framlög!

Ása Bríet sýndi verkið Draumadís sem verk í vinnslu á útskriftarsýningu sinni úr textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík árið 2018, en þar bjó hún til sinn eigin vefstól og óf kjól beint í sniðið sitt. Verkið tók um yfir 100 klukkustundir að vinna. Nú, ári síðar, mun hún sýna verkið fullklárað. Sérstakur gjörningur verður fluttur með verkinu 6. september kl. 18.00.

Hjaltalín

Hvar? Harpa
Hvenær? 6. & 7. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: frá 4.990 kr.

Ljúfsveitin Hjaltalín hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu misseri, en á þessu ári hefur hún unnið hörðum höndum að fjórðu hljóðversplötu sinni. Er þetta fyrsta platan í fullri lengd sem hljómsveitin gefur út í sjö ár, og má því segja að hún sé að vakna úr dvala. Stórtónleikar verða haldnir í Eldborgarsal til að fagna þessum áfanga.

Flaaryr – útgáfutónleikar

Hvar? Flæði
Hvenær? 7. september kl. 15.00
Aðgangseyrir: Frjáls framlög!

Argentínska tónskáldið og gítaristinn Flaaryr fagnar útgáfu stuttskífunnar Vegvísir, en listamaðurinn hefur verið búsettur í Reykjavík frá mars síðastliðnum. Sköpunarferli plötunnar hófst í Argentínu en var lokið hér á Íslandi, og kemst því platan ekki hjá því að ávarpa flutninginn frá Buenos Aires til Reykjavíkur. Með honum spila Guðmundur Arnalds, MSEA, Flaaryr og Sideproject.

Biometric Exit

Hvar? Midpunkt
Hvenær? til 29. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning Jake Laffoley og Lionell Guzman, sem eru búsettir í Montréal og New York, er ádeila á eftirlitssamfélagið og gagnasöfnun stjórnvalda og einkafyrirtækja á almenningi. Í sýningunni Biometric Exit fylgjast eftirlitsmyndavélar með gestum og reyna að greina andlit og hegðun þeirra, en gestum býðst not af felubúningum og öðrum græjum til að blekkja vélarnar.

Haustlaukar

Hvar? Listasafn Reykjavíkur
Hvenær? 7.–29. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í september efnir Listasafn Reykjavíkur til samsýningar utan veggja safnhúsanna. Fimm myndlistarmenn setja fram ný verk sem birtast á fjölbreyttan og nýstárlegan hátt víða um Reykjavík og í því sameiginlega rými sem tækni samtímans býður upp á. Um er að ræða gjörninga, inngrip og uppákomur af ýmsu tagi.

Ljósanótt 2019

Hvar? Reykjanesbær
Hvenær? Til 8. september
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði

Ljósanótt er árleg menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, en hún er haldin í 20. sinn í ár. Hátíðin er alltaf fyrstu helgina í september á ári hverju, en á hátíðinni er áhersla lögð á viðamiklar uppákomur. Aðalatriðið er ávallt stórtónleikarnir á laugardagskvöldinu, en í ár koma meðal annars fram Emmsjé Gauti & Aron Can, Salka Sól og fleiri. Hátíðin er plastlaus í ár.

Minningartónleikar Lofts Gunnarssonar

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 11. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.990 kr.

Loftur Gunnarsson féll frá 32 ára gamall vegna magasárs sem hefði verið hægt að lækna, en hann fékk ekki þá aðstoð sem hann þurfti þar sem hann var utangarðsmaður. Hann hefði orðið 40 ára 11. september og því halda aðstandendur hans minningartónleika honum til heiðurs þar sem Pétur Ben, Ragnheiður Gröndal, Krummi og fleiri koma fram. Allur ágóði rennur til minningarsjóðs Lofts sem hjálpar utangarðsfólki.

Independent Party People

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 13. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Í þessu verki kannar leikhópurinn Sálufélagar sjálfsímynd Íslendinga og hvernig hún er að hluta til samansafn af þægilegum og söluvænum kreddum. Tekist er á við mýtur um að þjóðin sé einsleitur hópur af álfatrúandi náttúruunnendum. Hópurinn notast við aðferðir samsköpunarleikhúss við sviðsetningu sjálfs og ímyndar. 

Extreme Chill 2019

Hvar? Mengi, Gaukurinn, og víðar
Hvenær? 12.–15. september
Aðgangseyrir: 9.900 kr.

Extreme Chill er fjögurra daga tónlistarhátíð sem nýtir svið á sex mismunandi stöðum. Hátíðin er haldin í tíunda skiptið, en á henni mætast ólík listform: bæði þá sveitir kenndar við tilraunakennda raftóna, og líka lifandi myndlist. Fram hafa komið ýmsar kanónur úr þessum senum, en í ár stígur meðal annars goðsagnakennda hljómsveitin Tangerine Dream á sviðið.

Emilíana Torrini

Hvar? Salurinn
Hvenær? 12. & 13. september kl. 20.30
Aðgangseyrir: frá 4.950 kr.

Emilíana Torrini og Jón Ólafsson héldu vinsæla tónleikaröð síðasta vetur og hafa ákveðið að endurtaka leikinn með tvennum tónleikum. Þau munu fara í gegnum litríkan feril söngkonunnar. Lög frá upphafsárum ferils Emilíönu á Íslandi verða á dagskránni rétt eins og hennar stærstu smellir á alheimsvísu.

Mugison

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 13. & 14. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.990 kr.

Brennisteins-predikara-söngskáldið Mugison sem er (ekki) frá Ísafirði hefur verið á hringferð um landið í sumar. Hann hefur spilað samtals 30 tónleika þar sem hann kemur einn fram með gítar og söngrödd sína, en hann lýkur þessu ferðalagi í Háskólabíói. Búast má við góðu jafnvægi af gömlum sem og nýrri lögum.

Vocal Line & Vocal Project

Hvar? Harpa
Hvenær? 14. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.900 kr.

Danski kórinn Vocal Line og íslenski kórinn Vocal Project eru um margt ólíkir en eiga þó sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir fágaðan söng í flóknum og fjölbreyttum útsetningum. Kórarnir einblína báðir á samtímatónlist, svo sem popp, rokk, djass og dægurlagatónlist. Þessir tveir samtímakórar leiða saman hesta sína á þessum tónleikum.

Gilitrutt

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 15.–28. september
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Brúðuleikritið Gilitrutt segir frá bóndakonunni Freyju sem er löt til verka og lendir í klónum á Gilitrutt fyrir vikið, en lærir af þeim samskiptum að rækja skyldur sínar og taka ábyrgð á eigin gjörðum. Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik segir að þessi sýning sé ástaróður sinn til Íslands. Gilitrutt hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins 2011.

Brúðkaup Fígaros

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? til 12. október
Aðgangseyrir: frá 3.000 kr.

Óperan Brúðkaup Fígarós er byggð á gamanleikriti Beaumarchais og er full af fyndnum uppákomum, misskilningi og óvæntum uppljóstrunum. Verkið hefur engu að síður alvarlegan undirtón og felur í sér leiftrandi ádeilu á samskipti yfirstéttar og alþýðu, stéttaskiptingu og forréttindi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár