Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Bókunar, fékk tæpar 700 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra. Bandaríski bókunarrisinn TripAdvisor, sem rekur stærsta ferðavef heims, greiddi andvirði 2,7 milljarða króna fyrir fyrirtækið í fyrra. Var Hjalti stærsti hluthafinn með 45 prósenta hlut.
Almennar mánaðartekjur Hjalta á síðasta ári numu tæplega 1,4 milljónum króna en fjármagnstekjur upp á tæpar 700 milljónir gera hann að skattakóngi Kópavogs, á undan Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.
Athugasemdir