Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri KS hafði rúm­ar 78 millj­ón­ir króna í tekj­ur á síð­asta ári. Lang­stærst­ur hluti tekn­anna voru launa­tekj­ur.

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
Vel launaður kaupfélagsstjóri Þórólfur hafði um 78 milljónir króna í tekjur á síðasta ári.

Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, sem er langstærsti atvinnurekandi og vinnuveitandinn í Skagafirði. Hann sat í miðstjórn Framsóknarflokksins um árabil og er sagður hafa talsverð ítök innan flokksins. Á síðasta ári námu almennar tekjur hans rúmum 6 milljónum króna á mánuði. Þar að auki fékk hann 5 milljónir í fjármagnstekjur.

Kaupfélagið rekur fjölda dótturfélaga, meðal annars útgerðina FISK Seafood og Fóðurblönduna, og hefur notið góðs af tengslunum við Framsóknarflokkinn í gegnum tíðina, t.d. þegar Halldór Ásgrímsson þáverandi formaður flokksins beitti sér fyrir því að hlutabréf í tryggingafélaginu VÍS yrðu seld út úr Landsbankanum árið 2002 og Kaupfélagið fékk að kaupa slík bréf ásamt Skinney Þinganesi, útgerðarfyrirtæki fjölskyldu Halldórs. Þórólfur greiddi sér 60 milljóna króna arð út úr eignarhaldsfélagi sínu, Háuhlið 2 ehf., árið 2016 og 90 milljónir í fyrra.

Hátekjulistann má sjá hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár