Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, sem er langstærsti atvinnurekandi og vinnuveitandinn í Skagafirði. Hann sat í miðstjórn Framsóknarflokksins um árabil og er sagður hafa talsverð ítök innan flokksins. Á síðasta ári námu almennar tekjur hans rúmum 6 milljónum króna á mánuði. Þar að auki fékk hann 5 milljónir í fjármagnstekjur.
Kaupfélagið rekur fjölda dótturfélaga, meðal annars útgerðina FISK Seafood og Fóðurblönduna, og hefur notið góðs af tengslunum við Framsóknarflokkinn í gegnum tíðina, t.d. þegar Halldór Ásgrímsson þáverandi formaður flokksins beitti sér fyrir því að hlutabréf í tryggingafélaginu VÍS yrðu seld út úr Landsbankanum árið 2002 og Kaupfélagið fékk að kaupa slík bréf ásamt Skinney Þinganesi, útgerðarfyrirtæki fjölskyldu Halldórs. Þórólfur greiddi sér 60 milljóna króna arð út úr eignarhaldsfélagi sínu, Háuhlið 2 ehf., árið 2016 og 90 milljónir í fyrra.
Athugasemdir