Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

Í fyrsta sinn er birt­ur listi yf­ir rúm­lega tvö þús­und tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana. Með­al-Ís­lend­ing­ur­inn væri 254 ár að vinna sér inn það sem sá tekju­hæsti fékk.

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
Einn tekjuhæsti Íslendingurinn Einar Sigfússon, eigandi Haffjarðarár, er ofarlega á lista yfir tekjuhæstu Íslendingana í fyrra. Mynd: MBL / Einar Falur Ingólfsson

Stundin gefur í dag út prentútgáfu með lista yfir rúmlega tvö þúsund tekjuhæstu Íslendinga út frá skattgreiðslum ársins 2018 í sérstöku hátekjublaði. Er þetta í fyrsta skipti sem svo ítarlegar upplýsingar um tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi eru gefnar út á prenti.

Upplýsingarnar eru annars eðlis en þær sem koma fram í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og DV. Í fyrsta lagi er aðeins litið efst í tekjustigann og einstaklingar flokkaðir eftir sveitarfélögum en ekki starfsstéttum. Í öðru lagi tekur umfjöllunin ekki aðeins til atvinnutekna og lífeyristekna heldur einnig fjármagnstekna.

Í blaðinu er rýnt sérstaklega í stöðu tekjuhæsta 0,1 prósentsins á Íslandi, en sá hópur samanstendur að miklu leyti af eigendum og stjórnendum fyrirtækja, útgerðarmönnum, bankamönnum, fjárfestum, fólki sem seldi hlutabréf í fyrirtækjum fyrir umtalsverða fjármuni í fyrra eða erfði miklar eignir. Alls runnu um 46 milljarðar til þessa hóps, þar af 76 prósent í formi fjármagnstekna sem bera mun lægri skatt en launatekjur. Þannig greiddi tekjuhæsta 0,1 prósentið greiddi um 26 prósent tekna sinna í skatt árið 2018. 

Ítarleg umfjöllun birtist í prentútgáfu Stundarinnar sem nálgast má rafrænt hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Úttekt0,1 prósentið

Há­tekju­fólki finnst skatt­arn­ir alltof há­ir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár