Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

Í fyrsta sinn er birt­ur listi yf­ir rúm­lega tvö þús­und tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana. Með­al-Ís­lend­ing­ur­inn væri 254 ár að vinna sér inn það sem sá tekju­hæsti fékk.

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
Einn tekjuhæsti Íslendingurinn Einar Sigfússon, eigandi Haffjarðarár, er ofarlega á lista yfir tekjuhæstu Íslendingana í fyrra. Mynd: MBL / Einar Falur Ingólfsson

Stundin gefur í dag út prentútgáfu með lista yfir rúmlega tvö þúsund tekjuhæstu Íslendinga út frá skattgreiðslum ársins 2018 í sérstöku hátekjublaði. Er þetta í fyrsta skipti sem svo ítarlegar upplýsingar um tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi eru gefnar út á prenti.

Upplýsingarnar eru annars eðlis en þær sem koma fram í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og DV. Í fyrsta lagi er aðeins litið efst í tekjustigann og einstaklingar flokkaðir eftir sveitarfélögum en ekki starfsstéttum. Í öðru lagi tekur umfjöllunin ekki aðeins til atvinnutekna og lífeyristekna heldur einnig fjármagnstekna.

Í blaðinu er rýnt sérstaklega í stöðu tekjuhæsta 0,1 prósentsins á Íslandi, en sá hópur samanstendur að miklu leyti af eigendum og stjórnendum fyrirtækja, útgerðarmönnum, bankamönnum, fjárfestum, fólki sem seldi hlutabréf í fyrirtækjum fyrir umtalsverða fjármuni í fyrra eða erfði miklar eignir. Alls runnu um 46 milljarðar til þessa hóps, þar af 76 prósent í formi fjármagnstekna sem bera mun lægri skatt en launatekjur. Þannig greiddi tekjuhæsta 0,1 prósentið greiddi um 26 prósent tekna sinna í skatt árið 2018. 

Ítarleg umfjöllun birtist í prentútgáfu Stundarinnar sem nálgast má rafrænt hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Úttekt0,1 prósentið

Há­tekju­fólki finnst skatt­arn­ir alltof há­ir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár