Klamydía er algengur kynsjúkdómur sem í sumum tilfellum getur haft alvarlegar afleiðingar á frjósemi kvenna sem smitast af honum. Tilraunir til að búa til bólefni gegn klamydíu hafa fram að þessu ekki skilað árangri. Klínískar prófanir á nýju bóluefni gegn sjúkdómnum vekja þó vonir um að bóluefni gæti orðið til áður en langt um líður.
Smitaðir gjarnan einkennalausir
Það er bakterían Chlamydia trachomatis sem veldur klamydíu og er sjúkdómurinn algengasti kynsjúkdómur af völdum bakteríu í heiminum. Sjúkdómurinn berst á milli einstaklinga við kynmök í leggöngum og endaþarmi sem og með munnmökum. Að auki getur sýkingin borist í barn við fæðingu. Hægt er að meðhöndla sýkingu af völdum bakteríunnar á einfaldan hátt með sýklalyfjum.
Einn vandinn sem fylgir klamydíusýkingu er sá að flestir sem smitast af bakteríunni eru einkennalausir. Auk þess getur einstaklingur fengið klamydíu oftar en einu sinni smitist hann af bakteríunni á ný.
Athugasemdir