Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

Vís­inda­menn hafa reynt að búa til bólu­efni gegn kla­mydíu í yf­ir 50 ár. Nú hef­ur mik­il­vægt skref ver­ið stig­ið.

Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki
Nánd Klamydía smitast með óvörðu kynlífi. Mynd: Shutterstock

Klamydía er algengur kynsjúkdómur sem í sumum tilfellum getur haft alvarlegar afleiðingar á frjósemi kvenna sem smitast af honum. Tilraunir til að búa til bólefni gegn klamydíu hafa fram að þessu ekki skilað árangri. Klínískar prófanir á nýju bóluefni gegn sjúkdómnum vekja þó vonir um að bóluefni gæti orðið til áður en langt um líður. 

Smitaðir gjarnan einkennalausir

Það er bakterían Chlamydia trachomatis sem veldur klamydíu og er sjúkdómurinn algengasti kynsjúkdómur af völdum bakteríu í heiminum. Sjúkdómurinn berst á milli einstaklinga við kynmök í leggöngum og endaþarmi sem og með munnmökum. Að auki getur sýkingin borist í barn við fæðingu. Hægt er að meðhöndla sýkingu af völdum bakteríunnar á einfaldan hátt með sýklalyfjum.  

Einn vandinn sem fylgir klamydíusýkingu er sá að flestir sem smitast af bakteríunni eru einkennalausir. Auk þess getur einstaklingur fengið klamydíu oftar en einu sinni smitist hann af bakteríunni á ný.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár