Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

Vís­inda­menn hafa reynt að búa til bólu­efni gegn kla­mydíu í yf­ir 50 ár. Nú hef­ur mik­il­vægt skref ver­ið stig­ið.

Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki
Nánd Klamydía smitast með óvörðu kynlífi. Mynd: Shutterstock

Klamydía er algengur kynsjúkdómur sem í sumum tilfellum getur haft alvarlegar afleiðingar á frjósemi kvenna sem smitast af honum. Tilraunir til að búa til bólefni gegn klamydíu hafa fram að þessu ekki skilað árangri. Klínískar prófanir á nýju bóluefni gegn sjúkdómnum vekja þó vonir um að bóluefni gæti orðið til áður en langt um líður. 

Smitaðir gjarnan einkennalausir

Það er bakterían Chlamydia trachomatis sem veldur klamydíu og er sjúkdómurinn algengasti kynsjúkdómur af völdum bakteríu í heiminum. Sjúkdómurinn berst á milli einstaklinga við kynmök í leggöngum og endaþarmi sem og með munnmökum. Að auki getur sýkingin borist í barn við fæðingu. Hægt er að meðhöndla sýkingu af völdum bakteríunnar á einfaldan hátt með sýklalyfjum.  

Einn vandinn sem fylgir klamydíusýkingu er sá að flestir sem smitast af bakteríunni eru einkennalausir. Auk þess getur einstaklingur fengið klamydíu oftar en einu sinni smitist hann af bakteríunni á ný.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár