Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

Berg­þór Jóns­son og Fritz Hendrik Berndsen seldu fast­eigna­fé­lag til Reita á 5,9 millj­arða króna í fyrra. Fjár­magn­s­tekj­ur þeirra námu sam­tals 4,4 millj­örð­um og greiddu þeir tæp­an millj­arð í fjár­magn­s­tekju­skatt. Fé­lag­ið leig­ir að mestu til op­in­berra að­ila á fjár­lög­um og greiddu Reit­ir sér í kjöl­far­ið 149 millj­ón­ir í arð úr fé­lag­inu.

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
Bergþór Jónsson Fritz og Bergþór greiddu tæpan milljarð í skatt af fjármagnstekjum sínum í fyrra. Mynd: mbl/Þorkell

Bergþór Jónsson og Fritz Hendrik Berndsen, sem starfað hafa saman í byggingariðnaðinum um nokkurt skeið, fengu hvor um sig 2,2 milljarða í fjármagnstekjur í fyrra, eða samtals 4,4 milljarða króna, samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra.

Bergþór og Fritz, sem reka saman fjölda fasteigna- og byggingafélaga, meðal annars félagið Mótás, seldu fasteignafélag sitt Vínlandsleið ehf. til Reita á 5,9 milljarða króna í fyrra. Félagið á rúmlega 18.000 leigufermetra af húsnæði í nær öllum fasteignum við samnefnda götu. Þessar fasteignir eru Vínlandsleið 2-4, 6-8, 12-14 og 16 auk Norðlingabrautar 14. Áttu Bergþór og Fritz hvor um sig helming í félaginu.

„Við leggjum eitthvað gott til þjóðfélagsins“

Eignirnar eru í útleigu til 12 aðila, en flestir þeirra eru opinberir aðilar sem eru á fjárlögum ríkisins. Þeir eru Sjúkratryggingar Íslands, Matís ohf., Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Lyfjastofnun og Fjölmennt. Leigutekjur á ársgrunni eru um 440 milljónir króna og er meðaltími leigusamninga um 13 og hálft ár.

„Við vorum bara að selja fasteignafélag á síðasta ári,“ segir Bergþór aðspurður um fjármagnstekjur sínar á síðasta ári. „Það voru Reitir sem keyptu þetta af okkur.“

VínlandsleiðFélagið á flest húsin við götuna og eru fasteignirnar að mestu í útleigu til opinberra aðila.

Leiddu kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður Reita hækkaði um 350 milljónir króna á ársgrundvelli samkvæmt tilkynningu félagsins til kauphallarinnar. Afkoma ársins var rúmar 28 milljónir króna árið 2017 á meðan Bergþór og Fritz áttu félagið, en 3,1 milljarður króna árið 2018. Má hagnaðinn alfarið rekja til matsbreytinga fjárfestingareigna, samkvæmt ársreikningi 2018. Reitir tóku við félaginu í september það ár og greiddi Vínlandsleið Reitum 149 milljónir króna í arð á árinu. Eignir félagins í lok ársins voru metnar á tæpa 6,3 milljarða króna og nam eigið fé 3,7 milljörðum.

Launatekjur Bergþórs árið 2018 voru hins vegar aðeins 290 þúsund krónur á mánuði og launatekjur Fritz 446 þúsund krónur á mánuði. Greiddu þeir því samtals aðeins um 1,3 milljónir króna í útsvar á árinu, en báðir eru búsettir í Reykjavík. Segir Bergþór að engin starfsemi sé í félagi þeirra Mótási lengur.

Af fjármagnstekjunum renna um 486 milljónir króna til ríkissjóðs í formi fjármagnstekjuskatts. „Við leggjum eitthvað gott til þjóðfélagsins,“ segir Bergþór.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár