Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

Berg­þór Jóns­son og Fritz Hendrik Berndsen seldu fast­eigna­fé­lag til Reita á 5,9 millj­arða króna í fyrra. Fjár­magn­s­tekj­ur þeirra námu sam­tals 4,4 millj­örð­um og greiddu þeir tæp­an millj­arð í fjár­magn­s­tekju­skatt. Fé­lag­ið leig­ir að mestu til op­in­berra að­ila á fjár­lög­um og greiddu Reit­ir sér í kjöl­far­ið 149 millj­ón­ir í arð úr fé­lag­inu.

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
Bergþór Jónsson Fritz og Bergþór greiddu tæpan milljarð í skatt af fjármagnstekjum sínum í fyrra. Mynd: mbl/Þorkell

Bergþór Jónsson og Fritz Hendrik Berndsen, sem starfað hafa saman í byggingariðnaðinum um nokkurt skeið, fengu hvor um sig 2,2 milljarða í fjármagnstekjur í fyrra, eða samtals 4,4 milljarða króna, samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra.

Bergþór og Fritz, sem reka saman fjölda fasteigna- og byggingafélaga, meðal annars félagið Mótás, seldu fasteignafélag sitt Vínlandsleið ehf. til Reita á 5,9 milljarða króna í fyrra. Félagið á rúmlega 18.000 leigufermetra af húsnæði í nær öllum fasteignum við samnefnda götu. Þessar fasteignir eru Vínlandsleið 2-4, 6-8, 12-14 og 16 auk Norðlingabrautar 14. Áttu Bergþór og Fritz hvor um sig helming í félaginu.

„Við leggjum eitthvað gott til þjóðfélagsins“

Eignirnar eru í útleigu til 12 aðila, en flestir þeirra eru opinberir aðilar sem eru á fjárlögum ríkisins. Þeir eru Sjúkratryggingar Íslands, Matís ohf., Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Lyfjastofnun og Fjölmennt. Leigutekjur á ársgrunni eru um 440 milljónir króna og er meðaltími leigusamninga um 13 og hálft ár.

„Við vorum bara að selja fasteignafélag á síðasta ári,“ segir Bergþór aðspurður um fjármagnstekjur sínar á síðasta ári. „Það voru Reitir sem keyptu þetta af okkur.“

VínlandsleiðFélagið á flest húsin við götuna og eru fasteignirnar að mestu í útleigu til opinberra aðila.

Leiddu kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður Reita hækkaði um 350 milljónir króna á ársgrundvelli samkvæmt tilkynningu félagsins til kauphallarinnar. Afkoma ársins var rúmar 28 milljónir króna árið 2017 á meðan Bergþór og Fritz áttu félagið, en 3,1 milljarður króna árið 2018. Má hagnaðinn alfarið rekja til matsbreytinga fjárfestingareigna, samkvæmt ársreikningi 2018. Reitir tóku við félaginu í september það ár og greiddi Vínlandsleið Reitum 149 milljónir króna í arð á árinu. Eignir félagins í lok ársins voru metnar á tæpa 6,3 milljarða króna og nam eigið fé 3,7 milljörðum.

Launatekjur Bergþórs árið 2018 voru hins vegar aðeins 290 þúsund krónur á mánuði og launatekjur Fritz 446 þúsund krónur á mánuði. Greiddu þeir því samtals aðeins um 1,3 milljónir króna í útsvar á árinu, en báðir eru búsettir í Reykjavík. Segir Bergþór að engin starfsemi sé í félagi þeirra Mótási lengur.

Af fjármagnstekjunum renna um 486 milljónir króna til ríkissjóðs í formi fjármagnstekjuskatts. „Við leggjum eitthvað gott til þjóðfélagsins,“ segir Bergþór.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár