Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

Berg­þór Jóns­son og Fritz Hendrik Berndsen seldu fast­eigna­fé­lag til Reita á 5,9 millj­arða króna í fyrra. Fjár­magn­s­tekj­ur þeirra námu sam­tals 4,4 millj­örð­um og greiddu þeir tæp­an millj­arð í fjár­magn­s­tekju­skatt. Fé­lag­ið leig­ir að mestu til op­in­berra að­ila á fjár­lög­um og greiddu Reit­ir sér í kjöl­far­ið 149 millj­ón­ir í arð úr fé­lag­inu.

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
Bergþór Jónsson Fritz og Bergþór greiddu tæpan milljarð í skatt af fjármagnstekjum sínum í fyrra. Mynd: mbl/Þorkell

Bergþór Jónsson og Fritz Hendrik Berndsen, sem starfað hafa saman í byggingariðnaðinum um nokkurt skeið, fengu hvor um sig 2,2 milljarða í fjármagnstekjur í fyrra, eða samtals 4,4 milljarða króna, samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra.

Bergþór og Fritz, sem reka saman fjölda fasteigna- og byggingafélaga, meðal annars félagið Mótás, seldu fasteignafélag sitt Vínlandsleið ehf. til Reita á 5,9 milljarða króna í fyrra. Félagið á rúmlega 18.000 leigufermetra af húsnæði í nær öllum fasteignum við samnefnda götu. Þessar fasteignir eru Vínlandsleið 2-4, 6-8, 12-14 og 16 auk Norðlingabrautar 14. Áttu Bergþór og Fritz hvor um sig helming í félaginu.

„Við leggjum eitthvað gott til þjóðfélagsins“

Eignirnar eru í útleigu til 12 aðila, en flestir þeirra eru opinberir aðilar sem eru á fjárlögum ríkisins. Þeir eru Sjúkratryggingar Íslands, Matís ohf., Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Lyfjastofnun og Fjölmennt. Leigutekjur á ársgrunni eru um 440 milljónir króna og er meðaltími leigusamninga um 13 og hálft ár.

„Við vorum bara að selja fasteignafélag á síðasta ári,“ segir Bergþór aðspurður um fjármagnstekjur sínar á síðasta ári. „Það voru Reitir sem keyptu þetta af okkur.“

VínlandsleiðFélagið á flest húsin við götuna og eru fasteignirnar að mestu í útleigu til opinberra aðila.

Leiddu kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður Reita hækkaði um 350 milljónir króna á ársgrundvelli samkvæmt tilkynningu félagsins til kauphallarinnar. Afkoma ársins var rúmar 28 milljónir króna árið 2017 á meðan Bergþór og Fritz áttu félagið, en 3,1 milljarður króna árið 2018. Má hagnaðinn alfarið rekja til matsbreytinga fjárfestingareigna, samkvæmt ársreikningi 2018. Reitir tóku við félaginu í september það ár og greiddi Vínlandsleið Reitum 149 milljónir króna í arð á árinu. Eignir félagins í lok ársins voru metnar á tæpa 6,3 milljarða króna og nam eigið fé 3,7 milljörðum.

Launatekjur Bergþórs árið 2018 voru hins vegar aðeins 290 þúsund krónur á mánuði og launatekjur Fritz 446 þúsund krónur á mánuði. Greiddu þeir því samtals aðeins um 1,3 milljónir króna í útsvar á árinu, en báðir eru búsettir í Reykjavík. Segir Bergþór að engin starfsemi sé í félagi þeirra Mótási lengur.

Af fjármagnstekjunum renna um 486 milljónir króna til ríkissjóðs í formi fjármagnstekjuskatts. „Við leggjum eitthvað gott til þjóðfélagsins,“ segir Bergþór.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár