Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gunnar Bragi og Bergþór segjast hafa orðið fyrir áreitni og „kynferðisbroti“

Þing­menn Mið­flokks­ins bera þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þung­um sök­um. Áð­ur gönt­uð­ust þeir með mál­ið: „Á ég að ríða henni?“

Gunnar Bragi og Bergþór segjast hafa orðið fyrir áreitni og „kynferðisbroti“

Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, saka Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um kynferðislega áreitni.

Á Klaustursupptökunum mátti heyra þingmennina gantast með að Albertína hefði reynt að „nauðga“ þeim, annars vegar á herrakvöldi íþróttafélagsins Vestra og hins vegar í samkomuhúsinu í Hnífsdal. „Það voru ýmsir sem sögðu ‘take one for the team’ en Beggi var ekki til“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar mikinn hlátur.

Stundin fjallaði ítarlega um málið í fyrra og leitaði skýringa á ummælunum. Gunnar Bragi og Bergþór fengust ekki til að tjá sig. Albertína ræddi hins vegar við Stundina og sagði Gunnar Braga hafa hringt í sig, beðist afsökunar og sagt að ekkert af því sem fram hefði komið í samtalinu væri satt.

„Hann gaf mér leyfi til að segja ykkur að hann væri tilbúinn til að bera þetta til baka og bað mig afsökunar,“ sagði hún. „Það er hrikalegt að vera ásakaður um eitthvað sem gerðist ekki.“

„Hann gaf mér leyfi til að segja ykkur
að hann væri tilbúinn til að bera
þetta til baka og bað mig afsökunar“

Aðspurð um viðburðina sem mennirnir töluðu um kom Abertína af fjöllum. „Ég er eiginlega bara kjaftstopp. Mér er rosalega illt í hjartanu yfir öllum þessum samtölum sem þeir áttu þarna. Ég er hreinlega orðlaus. Þetta er bara ekki rétt.“ 

Nú hafa Gunnar Bragi og Bergþór tjáð sig aftur um meinta háttsemi Albertínu í andmælabréfum sem þeir sendu siðanefnd Alþingis vegna umfjöllunar nefndarinnar um Klaustursmálið. Morgunblaðið birti öll skjöl málsins í dag.

Í bréfi sínu gengur Bergþór svo langt að tala um þá Gunnar Braga sem „þolendur kynferðisbrots“. Hann segist hafa orðið fyrir erfiðri reynslu og fullyrðir að þingkonan hafi „gengið nærri sér kynferðislega“. 

Á sínum tíma skiptust þeir Gunnar Bragi á sögum af Albertínu og hlógu dátt.Í bréfi sínu til siðanefndar segist Bergþór hafa verið að opna sig í öruggu umhverfi. 

„Það vekur undrun og óhug ef það að ég leyfi mér að fá dálitla útrás fyrir það sem ég hef gengið í gegnum og tjái mig um málið með þeim hætti sem ég treysti mér til, að því er ég taldi í öruggu umhverfi, sé það notað gegn mér í pólitískum réttarhöldum,“ segir Bergþór og lýsir því sem „hryllingi“ að frásögnin hafi borist til allra landsmanna. „Að svo skuli nefnd Alþingis ætla sér að nýta þann glæp til að refsa þolendum brotsins og um leið þolendum kynferðisbrots hryggir mig óseigjanlega.“ 

Gunnar Bragi segir að Albertína hafi áreitt þá. „Í ólöglegu upptökunum eru tveir einstaklingar að segja frá miður góðum kynnum sínum af þingkonunni og hvernig hún áreitti þá,“ skrifar Gunnar Bragi. 

„Allt það sem þar er sagt stend ég við en vil þó taka fram, líkt og ég gerði við viðkomandi, að notkun á orðinu „nauðgun“ var of gróft og var hún beðin afsökunar á þeirri orðanotkun.“ 

Segir Gunnar Bragi að þetta sé ekki í eina skiptið sem hann hafi lent í slíku áreiti af hálfu þingkonunnar. „Það er hreint með ólíkindum að nefndin telji að frásögn af því sem verður ekki skýrt með orðum [öðruvísi, innsk. blaðam.] en sem lýsingu á áreiti sé brot á siðareglum.“

Ekki náðist í Albertínu við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár