Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Breyta skuld Birtings í hlutafé og jafna 100 milljóna tap

Hall­dór Krist­manns­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Al­vo­gen, hef­ur breytt 118 millj­óna króna skuld Birt­ings út­gáfu­fé­lags í hluta­fé.

Breyta skuld Birtings í hlutafé og jafna 100 milljóna tap
Fjölmiðlar Miklar deilur hafa staðið yfir milli forsvarsmanna Dalsins og Dalsdals vegna kaupa á fjölmiðlum.

Stjórn Birtings útgáfufélags, sem gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli, Vikuna og vikulega fríblaðið Mannlíf, breytti í júlí 118 milljóna króna kröfu frá eiganda sínum í skuld. Á móti var 100 milljóna króna ójöfnuðu tapi félagsins ráðstafað til lækkunar á hlutafé.

Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Alvogen, er stjórnarformaður og eini hluthafi útgáfufélagsins í gegnum Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. Framlag hans til hækkunar hlutafjár felst í því að 118 milljóna króna kröfu hans á hendur Birtingi er breytt í hlutafé. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er gert, en í lok árs 2017 breytti Dalurinn 190 milljóna hluthafaláni í hlutafé.

Róbert WessmannForstjóri Alvogen fór úr hluthafahópi Birtings í fyrra.

Í apríl í fyrra seldu Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, Árni Harðarson aðstoðarforstjóri og Jóhann G. Jóhannsson, sem einnig starfar hjá lyfjafyrirtækinu, hluti sína til Halldórs. Samstarfsmennirnir keyptu Birting sumarið 2017 eftir að fyrirhuguð kaup Björns Inga Hrafnssonar og fjölmiðlasamsteypunnar Pressunnar á útgáfufélaginu urðu að engu.

Birtingur hafði áður sett tugmilljóna króna hlutafé inn í Pressuna vorið 2017 en miklar deilur komu upp í kjölfarið þegar í ljós kom að helstu eignir félagsins höfðu áður verið seldar félaginu Dalsdal ehf. í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns, nú eiganda DV. Standa málaferli vegna þessa enn yfir í tengslum við slitameðferð á Pressunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
6
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár