Inga Sæland: Orkan okkar „byggð utan um Miðflokkinn“

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ir að Ólaf­ur Ís­leifs­son sé „í bull­inu“ ef hann held­ur að for­seti geti vís­að þriðja orkupakk­an­um í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. „Ágæt­ur Ólaf­ur er ekki með þetta, því mið­ur“.

Inga Sæland: Orkan okkar „byggð utan um Miðflokkinn“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sé „í bullinu“ fyrst hann telji stjórnarskrána heimila að forseti Íslands vísi þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ólafur var kosinn á þing fyrir Flokk fólksins, en færði sig yfir í Miðflokkinn eftir Klaustursmálið svokallaða. Á fimmtudag birti hann grein í Morgunblaðinu þar sem hann sagðist telja að forseti hlyti að íhuga að vísa þingsályktun um þriðja orkupakkanum í þjóðaratkvæðagreiðslu, verði hún samþykkt á Alþingi.

Inga tjáði sig um hugmyndir Ólafs í hópnum Pírataspjallið á Facebook. Hún hefur sjálf talað fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um orkupakkann og lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis. „26. gr. á við um frumvörp en ekkert annað,“ skrifar hún. „Þannig að hann er í bullinu ef við tökum mark á stjórnarskránni sem er jú æðst allra réttarheimilda.“

Hún segir afstöðu sína vera í takti við stjórnarskrána. „Hér er akkúrat ekkert sem segir að forseti hafi heimild til að stíga inn í þingsályktun enda er það form allt annað. Til að mynda er þar einungis um að ræða tvær umræður í þinginu á móti þremur þegar um frumvarp er að ræða. Mín túlkun er sú, að ágætur Ólafur er ekki með þetta, því miður,“ skrifar Inga.

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og talsmaður Orkunnar okkar, samtaka sem berjast gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, tók undir hugmyndir Ólafs í umræðunum. „Forsetinn þiggur vald sitt frá þjóðinni en ekki ríkisstjórninni og gæti því neitað að skrifa undir ef hann telur að eitthvað sé athugavert við þriðja orkupakkann eða ef hann telur að kjósendur séu almennt á móti honum,“ skrifar Frosti.

Inga sagði þetta alrangt hjá Frosta og bendlaði hann við Miðflokkinn. „Stjórnarskráin er æðst allra réttarheimilda og hún mun svo sannarlega virka samkvæmt orðanna hljóðan alveg sama hvað fólki finnst um það,“ skrifar hún.

Þá svaraði Frosti því til að hann væri ekki í Miðflokknum. „Nú? Það kemur á óvart. Get ekki betur séð en Orkan okkar sé eingöngu byggð utan um Miðflokkinn og akkúrat ekkert annað?“ skrifaði þá Inga.

„Frosti Sigurjónsson, þú ert eins og vinir þínir. Gefur skít í greinarnar mínar gegn innleiðingu orkupakkans,“ bætti hún við. „Aumt að þurfa að horfast í augu við það að þú hafir verið sofandi með Þyrnirós Miðflokksins á meðan ég var glaðvakandi að leita að stuðningi gegn orkupakka 3. Hallærisleg pólitík... GUBB.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu