Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Við erum ennþá meðvirk með spillingunni“

Karl Ág­úst Úlfs­son er einn ást­sæl­asti leik­ari og höf­und­ur þjóð­ar­inn­ar. Hann hef­ur lát­ið sig sam­fé­lags­mál varða í ára­tugi, fyrst á vett­vangi Spaug­stof­unn­ar, sem valda­menn töldu að væri á mála hjá óvin­veitt­um öfl­um. Hann seg­ir að sig svíði þeg­ar níðst er á lít­il­magn­an­um og hvernig feðra­veld­ið verji sig þeg­ar kyn­ferð­is­legt of­beldi kemst á dag­skrá. Ný bók hans, Átta ár á sam­visk­unni, er safn smá­sagna um fólk í sál­ar­háska.

„Við erum ennþá meðvirk með spillingunni“
Karl Ágúst Úlfsson Leikskáldið segir kynferðislegt ofbeldi vera allt í kring og svo virðist sem engin fjölskylda sleppi.

Ráðamenn og valdhafar voru dregnir sundur og saman í háði Spaugstofunnar, sjónvarpsþáttarins sem var fastagestur á heimilum landsmanna í áratugi. Karl Ágúst Úlfsson, leikari, grínisti og höfundur, lítur nú svo á að þeir Spaugstofumenn og þjóðin öll hafi verið saklausari þegar þættirnir hófu göngu sína. Spilling stjórnmálanna hafi ekki verið jafn augljós og ákveðin þjóðfélagsöfl hafi síðar kastað grímunni. Sjálfur hafi hann ekki getað setið á sér þegar uppreist æru-málið svokallaða kom upp sumarið 2017 og yfirhylming ráðamanna með ákvarðanatöku í málum dæmdra barnaníðinga varð landsmönnum ljós.

„Kannski þurfum við að fara í gegnum 12 spora kerfi til að taka á þessu,“ segir hann. „Við þurfum að gera meiri kröfur. Kröfur um heiðarleika, að valdhafar okkar axli ábyrgð og taki hagsmuni umbjóðenda sinna fram fyrir eigin hagsmuni.“

Undanfarin ár hefur hann snúið sér í auknum mæli að skrifum bókmennta og sinnt formennsku í Rithöfundasambandi Íslands. Ný bók hans, sem ber …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppreist æru

Vaknaði af martröð um Róbert Downey þegar rannsókn var hætt á minnisbók með nöfnum stúlkna
FréttirUppreist æru

Vakn­aði af mar­tröð um Ró­bert Dow­ney þeg­ar rann­sókn var hætt á minn­is­bók með nöfn­um stúlkna

Minn­is­bók Ró­berts Dow­ney með nöfn­um 335 stúlkna verð­ur ekki rann­sök­uð frek­ar af lög­reglu, þar sem ekki hefðu fund­ist næg­ar vís­bend­ing­ar um að brot hefðu ver­ið fram­in, og þau væru fyrnd ef svo væri. Gló­dís Tara Fann­ars­dótt­ir, ein þeirra sem hann braut gegn og var skráð í minn­is­bók­inni, mót­mæl­ir harð­lega.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár