Ráðamenn og valdhafar voru dregnir sundur og saman í háði Spaugstofunnar, sjónvarpsþáttarins sem var fastagestur á heimilum landsmanna í áratugi. Karl Ágúst Úlfsson, leikari, grínisti og höfundur, lítur nú svo á að þeir Spaugstofumenn og þjóðin öll hafi verið saklausari þegar þættirnir hófu göngu sína. Spilling stjórnmálanna hafi ekki verið jafn augljós og ákveðin þjóðfélagsöfl hafi síðar kastað grímunni. Sjálfur hafi hann ekki getað setið á sér þegar uppreist æru-málið svokallaða kom upp sumarið 2017 og yfirhylming ráðamanna með ákvarðanatöku í málum dæmdra barnaníðinga varð landsmönnum ljós.
„Kannski þurfum við að fara í gegnum 12 spora kerfi til að taka á þessu,“ segir hann. „Við þurfum að gera meiri kröfur. Kröfur um heiðarleika, að valdhafar okkar axli ábyrgð og taki hagsmuni umbjóðenda sinna fram fyrir eigin hagsmuni.“
Undanfarin ár hefur hann snúið sér í auknum mæli að skrifum bókmennta og sinnt formennsku í Rithöfundasambandi Íslands. Ný bók hans, sem ber …
Athugasemdir