Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

Björn Gísla­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks, vill stöðva upp­bygg­ingu meiri­hlut­ans við Stekkj­ar­bakka. Sem stjórn­ar­mað­ur í Fylki vildi hann af­girta að­stöðu fyr­ir íþrótta­fé­lag­ið í Ell­iða­ár­dal. „Póli­tík er skrýt­in,“ seg­ir Gísli Marteinn Bald­urs­son.

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, mótmælir nýju deiliskipulagi í Stekkjarbakka við Elliðaárdal og vill láta friða dalinn. Árið 2004 barðist hann fyrir því sem stjórnarmaður Íþróttafélagsins Fylkis að afgirt æfingasvæði yrði reist fyrir félagið í dalnum.

Á lóðinni er fyrirhugað að byggja þjónustuíbúðir, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og loks gróðurhvelfingu. Í hvelfingunni, sem ber nafnið Aldin Biodome, er áformað að rækta Miðjarðarhafs- og miðbaugsgróður.

Deiliskipulag Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði fimmtudaginn 4. júlí með andstöðu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Þá hafa Hollvinasamtök Elliðaárdals einnig gagnrýnt framkvæmdina og vilja að henni sé hnekkt. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt uppbygginguna skynsamlega og bent á að svæðið sé fyrir utan afmörkun Elliðaárdals í aðalskipulagi og sé mikið raskað.

Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sagðist Björn vilja kæra deiliskipulagið. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn í viðtalinu.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, var einnig til viðtals í þættinum. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar.“

StekkjarbakkiUppbyggingin yrði á reitnum vinstra megin við götuna Stekkjarbakka, sem er fyrir miðri mynd.

Var áður fylgjandi mannvirkjum í Elliðaárdal

Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gerði stefnubreytingu Björns að umfjöllunarefni á Twitter á sunnudag. „Pólitík er skrýtin,“ skrifaði Gísli Marteinn. „Þegar ég var í borgarmálum tókumst við Björn á um verndun Elliðaárdals. Þá vildi hann fá æfingasvæði fyrir Fylki (þar sem hann var í stjórn) oní miðjan dalinn, sem ég vildi ekki. Nú vill hann friða dalinn og alls engin mannvirki!“

Í frétt í Morgunblaðinu frá janúar 2004 var rætt við Björn um áhuga Fylkis á að stækka athafnasvæði sitt í Elliðaárdal og við Rauðhóla. „Við höfum einnig sett fram hugmyndir að nýjum mannvirkjum í Blásteinshólma í Elliðaárdal. Það tengist meira svæðinu við Fylkisveg og yrði hrein viðbót við það svæði,“ var haft eftir Birni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár