Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

Björn Gísla­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks, vill stöðva upp­bygg­ingu meiri­hlut­ans við Stekkj­ar­bakka. Sem stjórn­ar­mað­ur í Fylki vildi hann af­girta að­stöðu fyr­ir íþrótta­fé­lag­ið í Ell­iða­ár­dal. „Póli­tík er skrýt­in,“ seg­ir Gísli Marteinn Bald­urs­son.

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, mótmælir nýju deiliskipulagi í Stekkjarbakka við Elliðaárdal og vill láta friða dalinn. Árið 2004 barðist hann fyrir því sem stjórnarmaður Íþróttafélagsins Fylkis að afgirt æfingasvæði yrði reist fyrir félagið í dalnum.

Á lóðinni er fyrirhugað að byggja þjónustuíbúðir, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og loks gróðurhvelfingu. Í hvelfingunni, sem ber nafnið Aldin Biodome, er áformað að rækta Miðjarðarhafs- og miðbaugsgróður.

Deiliskipulag Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði fimmtudaginn 4. júlí með andstöðu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Þá hafa Hollvinasamtök Elliðaárdals einnig gagnrýnt framkvæmdina og vilja að henni sé hnekkt. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt uppbygginguna skynsamlega og bent á að svæðið sé fyrir utan afmörkun Elliðaárdals í aðalskipulagi og sé mikið raskað.

Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sagðist Björn vilja kæra deiliskipulagið. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn í viðtalinu.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, var einnig til viðtals í þættinum. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar.“

StekkjarbakkiUppbyggingin yrði á reitnum vinstra megin við götuna Stekkjarbakka, sem er fyrir miðri mynd.

Var áður fylgjandi mannvirkjum í Elliðaárdal

Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gerði stefnubreytingu Björns að umfjöllunarefni á Twitter á sunnudag. „Pólitík er skrýtin,“ skrifaði Gísli Marteinn. „Þegar ég var í borgarmálum tókumst við Björn á um verndun Elliðaárdals. Þá vildi hann fá æfingasvæði fyrir Fylki (þar sem hann var í stjórn) oní miðjan dalinn, sem ég vildi ekki. Nú vill hann friða dalinn og alls engin mannvirki!“

Í frétt í Morgunblaðinu frá janúar 2004 var rætt við Björn um áhuga Fylkis á að stækka athafnasvæði sitt í Elliðaárdal og við Rauðhóla. „Við höfum einnig sett fram hugmyndir að nýjum mannvirkjum í Blásteinshólma í Elliðaárdal. Það tengist meira svæðinu við Fylkisveg og yrði hrein viðbót við það svæði,“ var haft eftir Birni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár