Íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðist í sérstaka stefnumótun eða greiningarvinnu vegna hugsanlegrar móttöku loftslagsflóttamanna. Hins vegar hafa stjórnvöld tekið skýra afstöðu í málaflokknum á alþjóðavettvangi og varað við því að loftslagsbreytingar kyndi undir flóttamannavandanum. Þetta kemur fram í svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar um málið.
Tugir milljóna hafa þurft að flýja heimkynni sín vegna náttúruhamfara á undanförnum árum, að miklu leyti vegna hamfara sem má rekja til breytinga á loftslagi jarðar.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna spáir því að áður en öldin er hálfnuð muni 250 milljónir manna hafa lent á vergangi vegna hamfarahlýnunar. Þetta eru hundrað sinnum fleiri en sóttu formlega um alþjóðlega vernd í Evrópusambandsríkjum árin 2015 og 2016 þegar fjölgun flóttafólks var hvað mest.
Loftslagsbreytingarnar koma verst niður á íbúum fátækustu ríkja heims þar …
Athugasemdir