Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hagnaður og arðgreiðslur Eldum rétt dragast saman

Fyr­ir­tæk­ið Eld­um rétt, sem hef­ur ver­ið tals­vert til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðl­um vegna deilna við Efl­ingu, hef­ur nú skil­að árs­reikn­ingi vegna árs­ins 2018.

Hagnaður og arðgreiðslur Eldum rétt dragast saman

Fyrirtækið Eldum rétt hagnaðist um 45 milljónir í fyrra og eigið fé þess í árslok nam 108 milljónum króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins. Eigendur greiddu sér 40 milljóna arð í fyrra en í ár nema arðgreiðslurnar 15 milljónum.

Eldum rétt hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að fyrirtækið nýtti sér þjónustu starfsmannaleigunnar Menn í vinnu og var stefnt vegna meintrar nauðungarvinnu og vanvirðandi meðferðar sem rúmenskir starfsmenn telja sig hafa orðið fyrir.

Hagnaður fyrirtækisins nam rúmlega 80 milljónum árið 2017 og 78 milljónum þar á undan og dróst þannig saman um tæpan helming milli 2017 og 2018.

Fyrirtækið samdi við Menn í vinnu fyrr á þessu ári, en þá hafði fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallað ítarlega um málefni fyrirtækisins og fleiri starfsmannaleiga. „Ef það voru einhverjir sem væri hægt að treysta á þessu stigi máls þá voru það þeir, því þeir höfðu unnið alla sína heimavinnu. Þetta kemur okkur svo í opna skjöldu mánuði seinna þegar það er aftur eitthvað fíaskó í gangi,“ sagði Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, þegar Stundin ræddi við hann um málið.

Eldum rétt hefur starfað frá 2013 og býður viðskiptavinum upp á reglulega heimsendingu á hráefnum og mataruppskriftum. 33 störfuðu hjá félaginu árið 2018 og launagreiðslur námu samtals 180,8 milljónum króna. 

Eigendur Eldum rétt eru Basko ehf. sem rekur meðal annars 10-11 búðirnar og Kvosina, Portfolio ehf. í eigu Kristófers Júlíusar og Supernova ehf., félag í eigu Vals Hermannssonar. Eigendurnir greiddu sér 40 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017 en 50 milljónir árið á undan. Stjórn félagsins leggur til að 15 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins 2018.

Í stjórn Eldum rétt sitja, auk Kristófers og Vals, þeir Hermann M. Þórisson og Jón Þorsteinn Oddleifsson sem báðir starfa hjá Landsbréfum. Jón Þorsteinn var forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsbankanum og, samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis, lykilmaður í ástarbréfaviðskiptum Landsbankans fyrir hrun.

Áður sagði í fréttinni greiddur væri út 40 milljóna arður vegna rekstrarársins 2018. Hið rétta er að sú fjárhæð er vegna rekstrarársins 2017. Stjórn félagsins leggur hins vegar til að greiddur verði út 15 milljóna arður vegna ársins 2018, í takt við hagnaðarsamdrátt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár