Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sex börn falla undir ný skilyrði um hælisumsóknir

Lög­mað­ur Safari fjöl­skyld­unn­ar og Sarw­ary feðg­anna hef­ur ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð á hæl­is­um­sókn­um þeirra hjá Út­lend­inga­stofn­un.

Sex börn falla undir ný skilyrði um hælisumsóknir
Mótmæli Mikill stuðningur hefur verið við Safari fjölskylduna vegna væntanlegrar brottvísunar hennar. Mynd: Davíð Þór

Sex börn í þremur fjölskyldum uppfylla ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti á föstudag. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Reglugerðarbreytingin heimilar Útlendingastofnun að taka hælisumsóknir barna, sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef liðið hafa meira en 10 mánuðir frá því að umsókn var lögð fram á Íslandi, svo lengi sem tafir á afgreiðslunni eru ekki barninu sjálfu að kenna. Falla tvær afgangskar fjölskyldur sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu, Safari fjölskyldan og Sarwary feðgarnir, undir tímamörkum. Báðum hafði verið synjað um efnislega meðferð um vernd. Fjölskyldurnar höfðu hlotið vernd í Grikklandi og til stóð að vísa þeim úr landi. Magnús D. Norðdahl, lögmaður beggja fjölskyldna, hefur sent Útlendingastofnun kröfu um að mál þeirra hljóti efnislega meðferð vegna reglugerðarbreytingarinnar.

Málsmeðferðartími efnismeðferðar á öðrum ársfjórðungi þessa árs var 230 dagar, eða um sjö mánuðir, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Því gæti legið fyrir í byrju næsta árs hvort afgönsku fjölskyldurnar fá vernd á Íslandi.

Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að „við fyrstu skoðun“ líti út fyrir að sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði breyttrar reglugerðar, eða muni gera það á næstu dögum. Á fyrstu fimm mánuðum ársins var 15 börnum synjað um efnislega meðferð hjá stofnuninni þar sem þau voru komin með vernd í öðru landi. Af þeim uppfylla tvö tímaskilyrði reglugerðarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár