Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sex börn falla undir ný skilyrði um hælisumsóknir

Lög­mað­ur Safari fjöl­skyld­unn­ar og Sarw­ary feðg­anna hef­ur ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð á hæl­is­um­sókn­um þeirra hjá Út­lend­inga­stofn­un.

Sex börn falla undir ný skilyrði um hælisumsóknir
Mótmæli Mikill stuðningur hefur verið við Safari fjölskylduna vegna væntanlegrar brottvísunar hennar. Mynd: Davíð Þór

Sex börn í þremur fjölskyldum uppfylla ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti á föstudag. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Reglugerðarbreytingin heimilar Útlendingastofnun að taka hælisumsóknir barna, sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef liðið hafa meira en 10 mánuðir frá því að umsókn var lögð fram á Íslandi, svo lengi sem tafir á afgreiðslunni eru ekki barninu sjálfu að kenna. Falla tvær afgangskar fjölskyldur sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu, Safari fjölskyldan og Sarwary feðgarnir, undir tímamörkum. Báðum hafði verið synjað um efnislega meðferð um vernd. Fjölskyldurnar höfðu hlotið vernd í Grikklandi og til stóð að vísa þeim úr landi. Magnús D. Norðdahl, lögmaður beggja fjölskyldna, hefur sent Útlendingastofnun kröfu um að mál þeirra hljóti efnislega meðferð vegna reglugerðarbreytingarinnar.

Málsmeðferðartími efnismeðferðar á öðrum ársfjórðungi þessa árs var 230 dagar, eða um sjö mánuðir, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Því gæti legið fyrir í byrju næsta árs hvort afgönsku fjölskyldurnar fá vernd á Íslandi.

Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að „við fyrstu skoðun“ líti út fyrir að sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði breyttrar reglugerðar, eða muni gera það á næstu dögum. Á fyrstu fimm mánuðum ársins var 15 börnum synjað um efnislega meðferð hjá stofnuninni þar sem þau voru komin með vernd í öðru landi. Af þeim uppfylla tvö tímaskilyrði reglugerðarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár