Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sex börn falla undir ný skilyrði um hælisumsóknir

Lög­mað­ur Safari fjöl­skyld­unn­ar og Sarw­ary feðg­anna hef­ur ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð á hæl­is­um­sókn­um þeirra hjá Út­lend­inga­stofn­un.

Sex börn falla undir ný skilyrði um hælisumsóknir
Mótmæli Mikill stuðningur hefur verið við Safari fjölskylduna vegna væntanlegrar brottvísunar hennar. Mynd: Davíð Þór

Sex börn í þremur fjölskyldum uppfylla ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti á föstudag. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Reglugerðarbreytingin heimilar Útlendingastofnun að taka hælisumsóknir barna, sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef liðið hafa meira en 10 mánuðir frá því að umsókn var lögð fram á Íslandi, svo lengi sem tafir á afgreiðslunni eru ekki barninu sjálfu að kenna. Falla tvær afgangskar fjölskyldur sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu, Safari fjölskyldan og Sarwary feðgarnir, undir tímamörkum. Báðum hafði verið synjað um efnislega meðferð um vernd. Fjölskyldurnar höfðu hlotið vernd í Grikklandi og til stóð að vísa þeim úr landi. Magnús D. Norðdahl, lögmaður beggja fjölskyldna, hefur sent Útlendingastofnun kröfu um að mál þeirra hljóti efnislega meðferð vegna reglugerðarbreytingarinnar.

Málsmeðferðartími efnismeðferðar á öðrum ársfjórðungi þessa árs var 230 dagar, eða um sjö mánuðir, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Því gæti legið fyrir í byrju næsta árs hvort afgönsku fjölskyldurnar fá vernd á Íslandi.

Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að „við fyrstu skoðun“ líti út fyrir að sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði breyttrar reglugerðar, eða muni gera það á næstu dögum. Á fyrstu fimm mánuðum ársins var 15 börnum synjað um efnislega meðferð hjá stofnuninni þar sem þau voru komin með vernd í öðru landi. Af þeim uppfylla tvö tímaskilyrði reglugerðarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár