Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sex börn falla undir ný skilyrði um hælisumsóknir

Lög­mað­ur Safari fjöl­skyld­unn­ar og Sarw­ary feðg­anna hef­ur ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð á hæl­is­um­sókn­um þeirra hjá Út­lend­inga­stofn­un.

Sex börn falla undir ný skilyrði um hælisumsóknir
Mótmæli Mikill stuðningur hefur verið við Safari fjölskylduna vegna væntanlegrar brottvísunar hennar. Mynd: Davíð Þór

Sex börn í þremur fjölskyldum uppfylla ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti á föstudag. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Reglugerðarbreytingin heimilar Útlendingastofnun að taka hælisumsóknir barna, sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef liðið hafa meira en 10 mánuðir frá því að umsókn var lögð fram á Íslandi, svo lengi sem tafir á afgreiðslunni eru ekki barninu sjálfu að kenna. Falla tvær afgangskar fjölskyldur sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu, Safari fjölskyldan og Sarwary feðgarnir, undir tímamörkum. Báðum hafði verið synjað um efnislega meðferð um vernd. Fjölskyldurnar höfðu hlotið vernd í Grikklandi og til stóð að vísa þeim úr landi. Magnús D. Norðdahl, lögmaður beggja fjölskyldna, hefur sent Útlendingastofnun kröfu um að mál þeirra hljóti efnislega meðferð vegna reglugerðarbreytingarinnar.

Málsmeðferðartími efnismeðferðar á öðrum ársfjórðungi þessa árs var 230 dagar, eða um sjö mánuðir, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Því gæti legið fyrir í byrju næsta árs hvort afgönsku fjölskyldurnar fá vernd á Íslandi.

Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að „við fyrstu skoðun“ líti út fyrir að sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði breyttrar reglugerðar, eða muni gera það á næstu dögum. Á fyrstu fimm mánuðum ársins var 15 börnum synjað um efnislega meðferð hjá stofnuninni þar sem þau voru komin með vernd í öðru landi. Af þeim uppfylla tvö tímaskilyrði reglugerðarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár