Fjölmenn mótmæli voru fyrir skemmstu í miðborg Reykjavíkur vegna ákvörðunar yfirvalda um að senda flóttafjölskyldur með börn úr landi.
Um þriðja hvern dag neita íslensk yfirvöld barni á flótta um alþjóðlega vernd.
Tvö nýleg tilfelli um ákvörðun um brottflutning úr landi urðu kveikja að mótmælunum.
Annars vegar hafa yfirvöld ákveðið að senda afganskan föður og syni hans, 10 og 9 ára, úr landi, en þeir sýna einkenni alvarlegs kvíða.
Hins vegar hefur einstæðri móður frá Afganistan verið tilkynnt um brottflutning úr landi. Börn hennar stunda skóla í Vesturbæ Reykjavíkur og gengu nemendur í Hagaskóla fylktu liði til stuðnings dóttur hennar, Zainab Safari, í mars síðastliðnum.
Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Stundarinnar, sem kemur út á morgun.
Athugasemdir