Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Ekki lýsing á nauðgun Sigríður Friðjónsdóttir gegnir embætti ríkissaksóknara og Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari. Embættið tekur undir sjónarmið frá ákærusviði lögreglu um að lýsing mannsins geti ekki talist nauðgunarjátning. Hulda Elsa Björgvinsdóttir er yfirmaður ákærusviðsins.

Lögregla og ríkissaksóknari töldu ekki tilefni til að rannsaka hvort nauðgun hefði átt sér stað þegar maður þröngvaði lim sínum í endaþarm 17 ára stúlku meðan hún svaf. Maðurinn viðurkenndi verknaðinn þegar hann var yfirheyrður af lögreglu vegna annars máls og tók fram að hann hefði vitað að stúlkan, þá kærasta hans, væri mótfallin endaþarmsmökum. 

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hóf ekki rannsókn, meint brot var ekki skráð í málaskrá og stúlkunni ekki skipaður réttargæslumaður. Kvaðst maðurinn sjálfur hafa verið sofandi þegar hann framkvæmdi verknaðinn og var því ekki talið að hann hefði verið að játa ásetningsbrot.

Lögreglan fullyrðir í bréfi að háttsemin sem maðurinn lýsti geti ekki talist nauðgun eða kynferðisbrot. Hefur nú ríkissaksóknari komist að sömu niðurstöðu en embættið telur að ekki sé tilefni til að ætla annað en að fyllilega lögmæt sjónarmið hafi búið að baki ákvörðun lögreglu um að rannsaka ekki málið. Samkvæmt niðurstöðu embættisins frá 11. júní 2019 verður „ekki […] séð að sakborningurinn hafi með framangreindum framburði sínum verið að viðurkenna nauðgun eða lýsa ásetningsverki“. 

Um er að ræða föðurinn í svokölluðu Hafnarfjarðarmáli sem komst í hámæli í fyrra eftir að Stundin fjallaði um og birti samtímagögn sem sýndu hvernig Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, sem nú er fulltrúi Íslands og Norðurlandanna í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, hafði beitt sér fyrir því að dætur mannsins yrðu látnar umgangast hann og föðurfjölskylduna, þrátt fyrir grunsemdir barnaverndarnefndar og meðferðaraðila um að faðirinn hefði brotið gegn þeim.

Kærði atvikið þegar upplýsingarnar komu fram

Frásögnin af verknaðinum gagnvart móðurinni kom fram í skýrslutöku þann 5. febrúar 2015 þegar lögregla rannsakaði meint brot gegn stúlkunum vegna tilkynningar frá barnaverndarnefnd.

Í yfirheyrslunni ræddi maðurinn um sambandsslit sín og móðurinnar og rakti þau til atviks þar sem hún hefði talið hann brjóta gegn sér. Viðurkenndi maðurinn að hafa lagst ofan á móðurina og haft „endaþarmsmök“ við hana meðan hún svaf og tók fram að þetta væri „eitthvað sem ég veit að hún hefur ekki áhuga á“.

Þetta var skráð með skýrum hætti í yfirheyrsluskýrslu. Lögreglan opnaði hins vegar ekki rannsókn á málinu og tilkynnti konunni ekki um framburð mannsins. Þannig fékk hún ekki vitneskju um „játninguna“ fyrr en löngu síðar, í fyrra þegar henni voru kynnt lögreglugögn um mál dætra sinna og rannsóknina á meintum kynferðisbrotum gegn þeim.

Konan kærði þá meint kynferðisbrot til lögreglu en samhliða voru starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðnu kærðir fyrir að hafa haldið upplýsingunum um meinta nauðgun leyndum og látið undir höfuð leggjast að rannsaka málið. Héraðssaksóknari framsendi ríkissaksóknara þann hluta kærunnar er varðaði hið meinta kynferðisbrot gegn konunni og fól ríkissaksóknari lögreglunni á Suðurlandi þann 12. nóvember 2018 að fara með rannsókn þess hluta kæruefnisins. Þar er málið enn til meðferðar.

Verknaðinum lýst í lokaskýrslu lögreglu

Í kærunni er rakið að maðurinn hafi „viðurkennt í yfirheyrslu hjá lögreglu 5. febrúar 2015 að hafa nauðgað“ henni. Frásögnin af atburðinum sé afdráttarlaus og ekki ástæða til að draga hana í efa. „Er kærð sú háttsemi starfsmanna embættisins að skrá ekki meint brot í málaskrá lögreglu, hefja ekki rannsókn á meintu broti og tilnefna umbjóðanda mínum ekki réttargæslumann í tilefni af þessum upplýsingum“, segir í kærunni. 

„Játaði [maðurinn] að hafa haft endaþarmsmök við umbjóðanda minn á meðan hún var sofandi en að sögn [hans] var það „eitthvað sem ég veit að hún hefur ekki áhuga á“ eins og segir í skýrslunni.“ […]  Það eru mikil ólíkindi fyrir því að játning [mannsins] á nauðgun, sem fram kom í yfirheyrslu 15. febrúar 2015 hafi farið fram hjá tveimur reyndum rannsóknarlögreglumönnum enda var hann tvíspurður með nokkru

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár