Óvissa hefur verið um stefnu stjórnenda Heilustofnunar í Hveragerði, að sögn starfsmanna sem Stundin ræddi við. Starfslokasamningur var gerður við Harald Erlendsson, forstjóra og yfirlækni stofnunarinnar, án fyrirvara og skýringa. Enginn starfandi geðlæknir er nú hjá stofnuninni, þrátt fyrir að geðendurhæfing sé eitt af verkefnum í nýjum 875 milljóna króna samningi hennar við Sjúkratryggingar Íslands.
Þá greiðir stofnunin háar fjárhæðir til stjórnarmanna og til móðurfélags síns sem sömu aðilar stýra. Gunnlaugur K. Jónsson stjórnarformaður fékk 1,2 milljónir króna í mánaðargreiðslur árið 2018, tvöfalt meira en árið 2017. Á því ári greiddi Heilsustofnun 40 milljónir króna til Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), auk þess að borga nær annað eins í afborganir af þeim lánum sem hvíla á fasteignum stofnunarinnar, sem eru þó skráðar í eigu Náttúrulækningafélagsins.
Skyndileg brottvikning forstjóra
Heilsustofnunin er í eigu Náttúrulækningafélags Íslands og var áður þekkt sem Heilsuhælið í Hveragerði. Á stofnuninni er boðið upp á læknisfræðilega endurhæfingu, heilsudvöl og …
Athugasemdir