Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Lögreglan er ekki með rannsóknarskyldu gagnvart alþingismönnum“

Sjón­ar­mið skrif­stofu Al­þing­is réðu úr­slit­um þeg­ar lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ákvað að rann­saka ekki hvort þing­mað­ur hefði brot­ið lög. Embætt­ið brást við fyr­ir­spurn borg­ara með því að full­yrða að rann­sókn­ar­skylda lög­reglu næði ekki til al­þing­is­manna.

„Lögreglan er ekki með rannsóknarskyldu gagnvart alþingismönnum“

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með rannsóknarskyldu gagnvart Alþingismönnum.“ Þannig hljóðar svar sem Einar Steingrímsson stærðfræðingur fékk frá lögreglu þegar hann sendi lögreglustjóra ábendingu um að hugsanlega kynni Ásmundur Friðriksson þingmaður að hafa gerst sekur um hegningarlagabrot með því að þiggja endurgreiðslu á aksturskostnaði langt umfram fyrirmæli reglna um þingfararkostnað.

Einar sendi tölvupóstinn þann 22. maí síðastliðinn þegar umræða um álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingkonu stóð sem hæst. Taldi nefndin að Þórhildur hefði gerst brotleg við siðareglur þegar hún sagði í Silfrinu þann 25. febrúar 2018 að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé. Hefur nú forsætisnefnd gert þá niðurstöðu að sinni.

Í fyrstu hunsaði lögregla efnisinntakið í erindi Einars og sagði Alþingismenn undanþegna rannsóknarskyldu lögreglu. Eftir að Einar falaðist eftir frekari skýringum var málið sent „til greiningar hér á ákærusviðinu“ eins og það er orðað í tölvupósti.

Þann 12. júní síðastliðinn barst Einari bréf frá aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni. Þar er vísað til þess að forseti Alþingis hafi æðsta vald í stjórnsýslu þingsins. Skrifstofa Alþingis hafi greint frá því í yfirlýsingu að engin gögn liggi fyrir sem bendi til þess að „rangt hafi verið haft við og röngum eða tilhæfulausum reikningum verið skilað inn til endurgreiðslu“. Þá hafi ekkert í akstursbók Ásmundur vakið grun um misferli. 

„Segja má að þessi afstaða skrifstofu Alþingis hafi ráðið úrslitum hvað [varðar] ákvörðun embættisins að taka ekki til rannsóknar kæru yðar eða ábendingu,“ segir í bréfi aðstoðarsaksóknarans. Þá er bent á að Alþingi og Ríkisendurskoðun hafi „öll tök á því að taka á þessu álitaefni“.

Samkvæmt 49. gr. stjórnarskrárinnar má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál gegn honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp. Með glæp er átt við meiriháttar refsivert ásetningsbrot, oftast gegn almennum hegningarlögum, sem sætir skilyrðislausri opinberri ákæru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
5
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu