Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Lögreglan er ekki með rannsóknarskyldu gagnvart alþingismönnum“

Sjón­ar­mið skrif­stofu Al­þing­is réðu úr­slit­um þeg­ar lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ákvað að rann­saka ekki hvort þing­mað­ur hefði brot­ið lög. Embætt­ið brást við fyr­ir­spurn borg­ara með því að full­yrða að rann­sókn­ar­skylda lög­reglu næði ekki til al­þing­is­manna.

„Lögreglan er ekki með rannsóknarskyldu gagnvart alþingismönnum“

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með rannsóknarskyldu gagnvart Alþingismönnum.“ Þannig hljóðar svar sem Einar Steingrímsson stærðfræðingur fékk frá lögreglu þegar hann sendi lögreglustjóra ábendingu um að hugsanlega kynni Ásmundur Friðriksson þingmaður að hafa gerst sekur um hegningarlagabrot með því að þiggja endurgreiðslu á aksturskostnaði langt umfram fyrirmæli reglna um þingfararkostnað.

Einar sendi tölvupóstinn þann 22. maí síðastliðinn þegar umræða um álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingkonu stóð sem hæst. Taldi nefndin að Þórhildur hefði gerst brotleg við siðareglur þegar hún sagði í Silfrinu þann 25. febrúar 2018 að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé. Hefur nú forsætisnefnd gert þá niðurstöðu að sinni.

Í fyrstu hunsaði lögregla efnisinntakið í erindi Einars og sagði Alþingismenn undanþegna rannsóknarskyldu lögreglu. Eftir að Einar falaðist eftir frekari skýringum var málið sent „til greiningar hér á ákærusviðinu“ eins og það er orðað í tölvupósti.

Þann 12. júní síðastliðinn barst Einari bréf frá aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni. Þar er vísað til þess að forseti Alþingis hafi æðsta vald í stjórnsýslu þingsins. Skrifstofa Alþingis hafi greint frá því í yfirlýsingu að engin gögn liggi fyrir sem bendi til þess að „rangt hafi verið haft við og röngum eða tilhæfulausum reikningum verið skilað inn til endurgreiðslu“. Þá hafi ekkert í akstursbók Ásmundur vakið grun um misferli. 

„Segja má að þessi afstaða skrifstofu Alþingis hafi ráðið úrslitum hvað [varðar] ákvörðun embættisins að taka ekki til rannsóknar kæru yðar eða ábendingu,“ segir í bréfi aðstoðarsaksóknarans. Þá er bent á að Alþingi og Ríkisendurskoðun hafi „öll tök á því að taka á þessu álitaefni“.

Samkvæmt 49. gr. stjórnarskrárinnar má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál gegn honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp. Með glæp er átt við meiriháttar refsivert ásetningsbrot, oftast gegn almennum hegningarlögum, sem sætir skilyrðislausri opinberri ákæru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár