Samanburður á neysluútgjöldum heimila í Evrópuríkjum leiðir í ljós að verðlagið er hæst á Íslandi. Þetta má sjá á nýjum upplýsingavef Eurostat, en Hagstofa Íslands vekur athygli á málinu á Facebook.
Matvælaverð er um 50 prósentum hærra á Íslandi en að meðaltali í Evrópu. Þar er Ísland í þriðja sæti á eftir Sviss og Noregi. Verð á afþreyingarefni, menningu og íþrótta- og tómstundastarfsemi er hæst á Íslandi af öllum Evrópuríkjum og eins kostnaður við samgöngur.
Þá er verð á áfengi og tóbaki meira en tvöfalt hærra á Íslandi en að meðaltali í Evrópusambandinu og verð á fötum um helmingi hærra.
Hér að neðan má vera saman neysluverð í mismunandi málaflokkum. Hafa verður í huga að ekki er tekið mið af mismunandi kaupmætti og launakjörum.
Eins og sjá má hér að neðan er verðlagið langhæst í Noregi, Sviss og á Íslandi.
Athugasemdir