Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur“

Bára Huld Beck lýs­ir því hvernig hún neyð­ist til að hafa mann­inn sem áreitti hana sí­fellt fyr­ir aug­un­um; hún er blaða­mað­ur og hann þing­mað­ur.

„Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur“

Bára Huld Beck, blaðakona á Kjarnanum sem var áreitt af Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni Samfylkingarinnar fyrir ári síðan, segir að í liðinni viku hafi sér liðið eins og atvikið og eftirköst þess hafi einungis verið slæmur draumur, minning sem einungis hún muni en ekki aðrir.  

Hún tjáir sig um líðan sína í opinskárri færslu á Facebook, en atvikið átti sér stað á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní 2018. Eftir að trúnaðarráð Samfylkingarinnar hafði fjallað um hegðun Ágústs á grundvelli kvörtunar frá Báru fór Ágúst í tímabundið leyfi frá þingstörfum. Hann sneri aftur í vor og hefur verið áberandi undanfarna daga í umræðum um breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Bára birtir eftirfarandi hugleiðingu á Facebook:

Á tímamótum getur verið gott að staldra við og íhuga farinn veg og komandi tíma en í þessari viku er eitt ár síðan brotið var á mér, nánar tiltekið í gær 20. júní.

Í þessari viku hef ég þurft að taka á stóra mínum til að halda andliti og hef ég þurft að minna mig á að ég er fín eins og ég er og skilgreinist ekki af því sem maðurinn gerði mér.

Í þessari viku hefur framangreint reynst mér einstaklega erfitt þar sem ég sé manninn út um allt; í pontu Alþingis, í fjölmiðlum og á Facebook. Nú ári seinna er eins og ekkert hafi í skorist. Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur ... minning sem aðeins ég man. Ímyndun ein.

En svo er ekki.

Ég get ekki flúið. Ég er blaðamaður. Ég get ekki hætt að horfa. Ég get ekki slökkt á sjónvarpinu, hætt að skoða Facebook eða lesa blöðin. Ef ég ætti að hætta þessu öllu til að flýja vondar tilfinningar þá yrði ég að hætta að vera blaðamaður. Ég þyrfti að hætta í starfinu sem ég elska.

Mánuðum saman eftir atvikið þurfti ég að díla við sama ástand og í vikunni. Ég þurfti að sitja undir fréttum, pistlum, myndum og viðtölum eins og ekkert væri eðlilegra.

Ég deili þessu til þess að útskýra hvernig tilfinningin er. Mig langar til þess að aðrir viti hverjar afleiðingar af svona hegðun eru því þær eru afdrifamiklar og langvarandi.

Mig langar líka að breyta tárunum í eitthvað uppbyggilegt þannig að einhver lærdómur hljótist af. Annars var baráttan til réttlætis til einskis.

Og hvernig geri ég það? Jú, með því að einblína á sjálfa mig því ég breyti ekki öðrum. Ég þarf að byggja sjálfa mig upp eftir allt sem á undan er gengið en það hef ég einmitt gert síðastliðið ár. Og þrátt fyrir bakslag vikunnar þá er ég ákveðin í að láta ekki skugga síðasta árs eyðileggja morgundaginn því svo skemmtilega vill til að ég á afmæli þá.

Ég ætla að bæta upp fyrir síðasta afmæli því þrátt fyrir þetta skrítna þrítugasta og sjöunda aldursár þá uppgötvaði ég einnig aðra hlið á mér; ég var aldrei í neinum vafa hvað ég ætti að gera ... að segja frá! Ég tók hvert einasta skref í þessu ferli á besta mögulega máta og af því er ég stolt.

Svo í þessari viku græt ég pínu og sé eftir týndum tíma vegna hegðunar sem ég átti ekki skilið, sem enginn á skilið. En á morgun brosi ég fullt og ber höfðuð hátt í mínum nýja veruleika.

Færslan er birt með leyfi höfundar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár