Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur“

Bára Huld Beck lýs­ir því hvernig hún neyð­ist til að hafa mann­inn sem áreitti hana sí­fellt fyr­ir aug­un­um; hún er blaða­mað­ur og hann þing­mað­ur.

„Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur“

Bára Huld Beck, blaðakona á Kjarnanum sem var áreitt af Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni Samfylkingarinnar fyrir ári síðan, segir að í liðinni viku hafi sér liðið eins og atvikið og eftirköst þess hafi einungis verið slæmur draumur, minning sem einungis hún muni en ekki aðrir.  

Hún tjáir sig um líðan sína í opinskárri færslu á Facebook, en atvikið átti sér stað á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní 2018. Eftir að trúnaðarráð Samfylkingarinnar hafði fjallað um hegðun Ágústs á grundvelli kvörtunar frá Báru fór Ágúst í tímabundið leyfi frá þingstörfum. Hann sneri aftur í vor og hefur verið áberandi undanfarna daga í umræðum um breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Bára birtir eftirfarandi hugleiðingu á Facebook:

Á tímamótum getur verið gott að staldra við og íhuga farinn veg og komandi tíma en í þessari viku er eitt ár síðan brotið var á mér, nánar tiltekið í gær 20. júní.

Í þessari viku hef ég þurft að taka á stóra mínum til að halda andliti og hef ég þurft að minna mig á að ég er fín eins og ég er og skilgreinist ekki af því sem maðurinn gerði mér.

Í þessari viku hefur framangreint reynst mér einstaklega erfitt þar sem ég sé manninn út um allt; í pontu Alþingis, í fjölmiðlum og á Facebook. Nú ári seinna er eins og ekkert hafi í skorist. Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur ... minning sem aðeins ég man. Ímyndun ein.

En svo er ekki.

Ég get ekki flúið. Ég er blaðamaður. Ég get ekki hætt að horfa. Ég get ekki slökkt á sjónvarpinu, hætt að skoða Facebook eða lesa blöðin. Ef ég ætti að hætta þessu öllu til að flýja vondar tilfinningar þá yrði ég að hætta að vera blaðamaður. Ég þyrfti að hætta í starfinu sem ég elska.

Mánuðum saman eftir atvikið þurfti ég að díla við sama ástand og í vikunni. Ég þurfti að sitja undir fréttum, pistlum, myndum og viðtölum eins og ekkert væri eðlilegra.

Ég deili þessu til þess að útskýra hvernig tilfinningin er. Mig langar til þess að aðrir viti hverjar afleiðingar af svona hegðun eru því þær eru afdrifamiklar og langvarandi.

Mig langar líka að breyta tárunum í eitthvað uppbyggilegt þannig að einhver lærdómur hljótist af. Annars var baráttan til réttlætis til einskis.

Og hvernig geri ég það? Jú, með því að einblína á sjálfa mig því ég breyti ekki öðrum. Ég þarf að byggja sjálfa mig upp eftir allt sem á undan er gengið en það hef ég einmitt gert síðastliðið ár. Og þrátt fyrir bakslag vikunnar þá er ég ákveðin í að láta ekki skugga síðasta árs eyðileggja morgundaginn því svo skemmtilega vill til að ég á afmæli þá.

Ég ætla að bæta upp fyrir síðasta afmæli því þrátt fyrir þetta skrítna þrítugasta og sjöunda aldursár þá uppgötvaði ég einnig aðra hlið á mér; ég var aldrei í neinum vafa hvað ég ætti að gera ... að segja frá! Ég tók hvert einasta skref í þessu ferli á besta mögulega máta og af því er ég stolt.

Svo í þessari viku græt ég pínu og sé eftir týndum tíma vegna hegðunar sem ég átti ekki skilið, sem enginn á skilið. En á morgun brosi ég fullt og ber höfðuð hátt í mínum nýja veruleika.

Færslan er birt með leyfi höfundar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár