Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur“

Bára Huld Beck lýs­ir því hvernig hún neyð­ist til að hafa mann­inn sem áreitti hana sí­fellt fyr­ir aug­un­um; hún er blaða­mað­ur og hann þing­mað­ur.

„Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur“

Bára Huld Beck, blaðakona á Kjarnanum sem var áreitt af Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni Samfylkingarinnar fyrir ári síðan, segir að í liðinni viku hafi sér liðið eins og atvikið og eftirköst þess hafi einungis verið slæmur draumur, minning sem einungis hún muni en ekki aðrir.  

Hún tjáir sig um líðan sína í opinskárri færslu á Facebook, en atvikið átti sér stað á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní 2018. Eftir að trúnaðarráð Samfylkingarinnar hafði fjallað um hegðun Ágústs á grundvelli kvörtunar frá Báru fór Ágúst í tímabundið leyfi frá þingstörfum. Hann sneri aftur í vor og hefur verið áberandi undanfarna daga í umræðum um breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Bára birtir eftirfarandi hugleiðingu á Facebook:

Á tímamótum getur verið gott að staldra við og íhuga farinn veg og komandi tíma en í þessari viku er eitt ár síðan brotið var á mér, nánar tiltekið í gær 20. júní.

Í þessari viku hef ég þurft að taka á stóra mínum til að halda andliti og hef ég þurft að minna mig á að ég er fín eins og ég er og skilgreinist ekki af því sem maðurinn gerði mér.

Í þessari viku hefur framangreint reynst mér einstaklega erfitt þar sem ég sé manninn út um allt; í pontu Alþingis, í fjölmiðlum og á Facebook. Nú ári seinna er eins og ekkert hafi í skorist. Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur ... minning sem aðeins ég man. Ímyndun ein.

En svo er ekki.

Ég get ekki flúið. Ég er blaðamaður. Ég get ekki hætt að horfa. Ég get ekki slökkt á sjónvarpinu, hætt að skoða Facebook eða lesa blöðin. Ef ég ætti að hætta þessu öllu til að flýja vondar tilfinningar þá yrði ég að hætta að vera blaðamaður. Ég þyrfti að hætta í starfinu sem ég elska.

Mánuðum saman eftir atvikið þurfti ég að díla við sama ástand og í vikunni. Ég þurfti að sitja undir fréttum, pistlum, myndum og viðtölum eins og ekkert væri eðlilegra.

Ég deili þessu til þess að útskýra hvernig tilfinningin er. Mig langar til þess að aðrir viti hverjar afleiðingar af svona hegðun eru því þær eru afdrifamiklar og langvarandi.

Mig langar líka að breyta tárunum í eitthvað uppbyggilegt þannig að einhver lærdómur hljótist af. Annars var baráttan til réttlætis til einskis.

Og hvernig geri ég það? Jú, með því að einblína á sjálfa mig því ég breyti ekki öðrum. Ég þarf að byggja sjálfa mig upp eftir allt sem á undan er gengið en það hef ég einmitt gert síðastliðið ár. Og þrátt fyrir bakslag vikunnar þá er ég ákveðin í að láta ekki skugga síðasta árs eyðileggja morgundaginn því svo skemmtilega vill til að ég á afmæli þá.

Ég ætla að bæta upp fyrir síðasta afmæli því þrátt fyrir þetta skrítna þrítugasta og sjöunda aldursár þá uppgötvaði ég einnig aðra hlið á mér; ég var aldrei í neinum vafa hvað ég ætti að gera ... að segja frá! Ég tók hvert einasta skref í þessu ferli á besta mögulega máta og af því er ég stolt.

Svo í þessari viku græt ég pínu og sé eftir týndum tíma vegna hegðunar sem ég átti ekki skilið, sem enginn á skilið. En á morgun brosi ég fullt og ber höfðuð hátt í mínum nýja veruleika.

Færslan er birt með leyfi höfundar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár