Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur“

Bára Huld Beck lýs­ir því hvernig hún neyð­ist til að hafa mann­inn sem áreitti hana sí­fellt fyr­ir aug­un­um; hún er blaða­mað­ur og hann þing­mað­ur.

„Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur“

Bára Huld Beck, blaðakona á Kjarnanum sem var áreitt af Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni Samfylkingarinnar fyrir ári síðan, segir að í liðinni viku hafi sér liðið eins og atvikið og eftirköst þess hafi einungis verið slæmur draumur, minning sem einungis hún muni en ekki aðrir.  

Hún tjáir sig um líðan sína í opinskárri færslu á Facebook, en atvikið átti sér stað á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní 2018. Eftir að trúnaðarráð Samfylkingarinnar hafði fjallað um hegðun Ágústs á grundvelli kvörtunar frá Báru fór Ágúst í tímabundið leyfi frá þingstörfum. Hann sneri aftur í vor og hefur verið áberandi undanfarna daga í umræðum um breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Bára birtir eftirfarandi hugleiðingu á Facebook:

Á tímamótum getur verið gott að staldra við og íhuga farinn veg og komandi tíma en í þessari viku er eitt ár síðan brotið var á mér, nánar tiltekið í gær 20. júní.

Í þessari viku hef ég þurft að taka á stóra mínum til að halda andliti og hef ég þurft að minna mig á að ég er fín eins og ég er og skilgreinist ekki af því sem maðurinn gerði mér.

Í þessari viku hefur framangreint reynst mér einstaklega erfitt þar sem ég sé manninn út um allt; í pontu Alþingis, í fjölmiðlum og á Facebook. Nú ári seinna er eins og ekkert hafi í skorist. Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur ... minning sem aðeins ég man. Ímyndun ein.

En svo er ekki.

Ég get ekki flúið. Ég er blaðamaður. Ég get ekki hætt að horfa. Ég get ekki slökkt á sjónvarpinu, hætt að skoða Facebook eða lesa blöðin. Ef ég ætti að hætta þessu öllu til að flýja vondar tilfinningar þá yrði ég að hætta að vera blaðamaður. Ég þyrfti að hætta í starfinu sem ég elska.

Mánuðum saman eftir atvikið þurfti ég að díla við sama ástand og í vikunni. Ég þurfti að sitja undir fréttum, pistlum, myndum og viðtölum eins og ekkert væri eðlilegra.

Ég deili þessu til þess að útskýra hvernig tilfinningin er. Mig langar til þess að aðrir viti hverjar afleiðingar af svona hegðun eru því þær eru afdrifamiklar og langvarandi.

Mig langar líka að breyta tárunum í eitthvað uppbyggilegt þannig að einhver lærdómur hljótist af. Annars var baráttan til réttlætis til einskis.

Og hvernig geri ég það? Jú, með því að einblína á sjálfa mig því ég breyti ekki öðrum. Ég þarf að byggja sjálfa mig upp eftir allt sem á undan er gengið en það hef ég einmitt gert síðastliðið ár. Og þrátt fyrir bakslag vikunnar þá er ég ákveðin í að láta ekki skugga síðasta árs eyðileggja morgundaginn því svo skemmtilega vill til að ég á afmæli þá.

Ég ætla að bæta upp fyrir síðasta afmæli því þrátt fyrir þetta skrítna þrítugasta og sjöunda aldursár þá uppgötvaði ég einnig aðra hlið á mér; ég var aldrei í neinum vafa hvað ég ætti að gera ... að segja frá! Ég tók hvert einasta skref í þessu ferli á besta mögulega máta og af því er ég stolt.

Svo í þessari viku græt ég pínu og sé eftir týndum tíma vegna hegðunar sem ég átti ekki skilið, sem enginn á skilið. En á morgun brosi ég fullt og ber höfðuð hátt í mínum nýja veruleika.

Færslan er birt með leyfi höfundar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár