Kynferðislegt ofbeldi er „norm“ á Íslandi, ábyrgðin á því er sett á brotaþola og gerandinn er afsakaður. Þetta eru birtingarmyndir nauðgunarmenningar í íslensku samfélagi, að því sem fram kemur í nýrri fræðigrein Finnborgar Salome Steinþórsdóttur nýdoktors og Gyðu Margrétar Pétursdóttur, dósents við Háskóla Íslands, sem birt hefur verið í Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar.
„Helstu einkenni nauðgunarmenningar eru normalísering á kynferðislegu ofbeldi og orðræða sem setur ábyrgðina á brotaþola, dregur brotin í efa og afsakar gjörðir ofbeldismanna,“ segir í greininni. „Tíðni kynferðisbrota og aðgerðarleysi ríkisvaldsins varpa ljósi á hvernig nauðganir eru normalíseraðar. Samfélagið er meðvitað um að vandamál sé til staðar og á sama tíma er lítið gert til að sporna við því; litið er á nauðganir sem umflýjanlegar. Vandinn er kynbundinn, þar sem konur eru meirihluti brotaþola og karlar meirihluti gerenda. Þessi valdatengsl viðhalda kerfisbundinni undirskipun kvenna í samfélaginu.“
Rannsókn Finnborgar og Gyðu byggir á rýnihópaviðtölum við háskólanema …
Athugasemdir